Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Klaustursel
Bóndinn 15. desember 2016

Klaustursel

Fyrri hluta árs 2014 tók Marteinn við búinu af foreldrum sínum, Aðalsteini Jónssyni og Ólavíu Sigmarsdóttur. Þau fluttu sig neðar í dalinn og reka þar ferðaþjónustuna Á hreindýraslóðum. En faðir Marteins hefur alltaf verið með annan fótinn á Klausturseli. Í janúar 2016 flutti Jenný í Klaustursel.
 
Um haustið 2014 voru byggð ný fjárhús sem rúma tæp 400 fjár við hliðina á þeim gömlu, gaflagrindahús á taði. Það tókst að loka þeim fyrir veturinn en síðan var innréttað inn í þau um veturinn. 
 
Gömlu fjárhúsin voru byggð í kringum 1960 en voru síðan endurbætt smám saman fyrir okkar tíð og rúma tæpar 320 kindur.
 
Býli: Klaustursel.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal, Fljótsdalshéraði. 
 
Ábúendur: Marteinn Óli Aðalsteinsson og Jenný Hekla Örvar.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum eina dóttur, Sesselju Margréti. Við eigum einn hvolp og Jenný á sauðinn Blóma. 
 
Stærð jarðar?  Jörðin er tæpir 11 þúsund hektarar.
 
Gerð bús? Við erum eingöngu með sauðfé.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 509 ær, 111 gemlinga og nokkra hrúta.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Þessa dagana er fénu gefið morgna og kvölds, sæðingar búnar og hrútar komnir í, þá er fylgst með hvort ekki sé allt í lagi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Marteini finnst jarðvinnsla skemmtilegust, en þegar það fer að vetra og snjóa þá er tilgangslausasta vinnan að moka snjó. Jenný elskar sauðburðinn mest, eins og er þá er hún ekki búin að finna neitt leiðinlegt við bústörfin. Dóttir okkar elskar að vera í návist við dýrin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Síðastliðin ár hefur verið sóttur heyskapur annað. Við sjáum fyrir okkur með aukinni ræktun og fjölgun túna að það verði heyjað eingöngu á heimalandi eftir 5 ár. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál skipta miklu máli.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Íslenskum landbúnaði á eftir að vegna vel í framtíðinni, því það sem við framleiðum hér er einstakt og gott.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Við sjáum svo sem ekki af hverju við eigum að vera að flytja út íslenskar búvörur. Frekar  ætti að markaðssetja þetta betur hér. Varðandi lambakjötið þá þarf að koma því meira inn á íslenska veitingastaði og gera það vel til að geta selt þessum milljón ferðamönnum sem koma hingað til landsins.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Rollukjöt og kjúklingur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar nýju fjárhúsin voru byggð vorum við með hreindýrskálf sem elti okkur um allt og át naglapakkana.

3 myndir:

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...