Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hamrar II
Bóndinn 5. desember 2019

Hamrar II

Auður kaupir jörðina af foreldrum sínum árið 2000 en foreldrar hennar eru Gunnar Jóhannesson frá Hömrum og Kristín Carol Chadwick frá Leeds, Englandi.

Sama ættin hefur búið á Hömrum síðan 1726.

Býli:   Hamrar II í Grímsnesi.

Staðsett í sveit: Keyrt er um Sólheimahring. Hamrar eru austast í hringnum, niður við Hvítá.

Ábúendur: Auður Gunnarsdóttir frá Hömrum og Ingólfur Jónsson frá Miðfelli í Þingvallasveit.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auður og Ingólfur. Börnin eru Gunnar, 14 ára og Hrafnhildur, 10 ára. Fyrir á Ingólfur þrjár uppkomnar dætur, Silju, Rut og Tinnu.

Gæludýrin eru: Kettirnir Lísa, Nala, Matti og Ólífvera.
Hundarnir eru: Birta, Skotta, Kerling, Skvísa og Larfur.

Stærð jarðar?  Hamrar II eru tæpir 200 ha og tún um 55 ha en jörðin liggur að Hömrum I, sem einnig er nýtt af okkur.

Gerð bús? Sauðfjárbú, hross og verktakastarfsemi ýmiss konar.

Fjöldi búfjár og tegundir? 400 vetrarfóðraðar kindur, 30 hross og 17 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Börnin fara í skólann rétt fyrir átta. Eftir það taka við ýmis verk, mismunandi eftir árstíðum. Þessa dagana er rútínan frekar hefðbundin, gegningar, bókhald  og verktakastarfsemin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf leiðinlegt þegar eitthvað bilar í heyskap, þó er heyskapur rosa skemmtilegur í góðu veðri og allt gengur vel.

Svo er það svo merkilegt að þó maður geti orðið mjög þreyttur (eiginlega sjúklega þreyttur) á sauðburði og í smalamennskum, Þá eru það mjög skemmtilegir tímar líka.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður. Vonandi meiri kraftur í ræktun, bæði á fé og túnum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við lítum upp til þeirra sem standa vörð um íslenskan landbúnað. Það er ekki auðvelt verk þessa dagana.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Þetta er viðkvæm spurning.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, feti og rabarbarasulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Bjúgur, heimagert kjötfars og ærfille.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við munum ekkert eftir neinu sérstöku. En gjafakerfi í fjárhúsin, eftirlitmyndavélar á sauðburði og dróni við smalamennskur. Allt framfarir sem munar mikið um.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...