Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gilhagi
Bóndinn 8. maí 2023

Gilhagi

Nýkrýndur formaður búgreinadeildar geitfjárbænda, Brynjar Þór, flutti ásamt konu sinni, Guðrúnu Lilju, í Gilhaga árið 2018, en þau keyptu jörðina af afa Brynjars. Hófu þá að vera með sauðfé aftur en ræktun hafði verið lögð af 1997 þegar farið var alfarið í skógrækt.

Býli: Gilhagi

Staðsett í sveit: Öxarfirði – Norðurþing.

Ábúendur: Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Brynjar og Guðrún. Bóel Hildur (9), Edith Beta (6), Hrafn Dýri (3), Hundarnir Kappi og Iroh og kötturinn Brynja.

Stærð jarðar? Rétt yfir 100 ha, Þar af tún ca 30 ha og skógrækt ca 30 ha.

Gerð bús? Sauð- og geitfjárrækt ásamt ullarvinnslunni, en í Gilhaga er rekin ullarvinnsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? Sauðfé 90 og geitur 15, 4 hestar, nokkrar endur og hænur. 2 býflugnabú sem lifðu af veturinn, fjöldi þeirra óljós í augnablikinu en allavega nokkur þúsund.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Farið í fjárhús að stússast að morgni eftir að börn fara í skóla. Unnið í ullarvinnslunni þar til börn koma úr skóla og þá farið aftur í fjárhúsin. Árstíðarbundin verkefni eru síðan mörg og mismunandi. Til dæmis umhirðan í kringum skógræktina sem er orðin þó nokkur vor, sumar og haust. Einnig ýmislegt tengt móttöku ferðamanna í ullarvinnsluna allt árið.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Börnunum þykir skemmtilegasta stússið í kringum geit- og sauðburð og réttir á haustin. Leiðinlegasta verkið var að skafa skítinn úr gólfinu. En nú erum við komin með nýtt gólf sem mögulega gerir það að skemmtilegasta verkinu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Einhver stækkun á bústofni til að nýta betur fjárhús og tún. Markmið var sett á 150-200 kindur og 50 geitur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimabökuð pitsa, tortilla og kjötsúpa. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Líklega eru allir geitburðirnir eftirminnilegastir. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá kiðlingunum og orkan mikil. Skemmtilegast er að leyfa þeim að hlaupa um með krökkunum í hlöðunni í einhverri nýuppsettri þrautabraut.

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...