Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson eru garðyrkjubændur í Heiðmörk í Bláskógabyggð. Hægt er að fylgjast með störfum þeirra næstu tvær vikurnar gegnum samfélagsmiðla Bændablaðsins.
Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson eru garðyrkjubændur í Heiðmörk í Bláskógabyggð. Hægt er að fylgjast með störfum þeirra næstu tvær vikurnar gegnum samfélagsmiðla Bændablaðsins.
Mynd / Aðsendar
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið 2021 úr Grafarvogi í Laugarás eftir að hafa fest kaup á garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Þar rækta þau fjölbreytt grænmeti. Í fyrra voru þau útnefnd Ræktendur ársins meðal garðyrkjubænda. Á næstu tveimur vikum er hægt að fylgjast með lífi og starfi þeirra í gegnum samfélagsmiðla Bændablaðsins.

Býli og staðsetning?

Garðyrkjustöðin Heiðmörk í Laugarási í Biskupstungum, Bláskógabyggð.

Ábúendur?

Við erum fjögur hér: Ég, Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir ásamt börnunum okkar tveimur, Kríu og Mána. Svo eigum við fimm ketti.

Gerð bús, stærð jarðar og fjöldi búfjár?

Garðyrkjubýli með gróðurhús til ylræktunar matjurta. Landið er 1,1 ha. Hér eru tíu hænur og einn hani, en mig dreymir alltaf um eina mjólkurkú úti á túni yfir sumarmánuðina til að halda í við grasvöxtinn. En skilst að þær þurfi eflaust að vera tvær til að leiðast ekki.

Hvers vegna velur þú þessa búgrein?

Ég skráði mig í Garðyrkjuskólann þegar ég stóð á smá tímamótum í lífi mínu. Var á milli verkefna í kvikmyndageiranum og langaði að hafa eitthvert plan B á slíkum stundum. Þrátt fyrir að hafa takmarkaða kunnáttu á ræktun áður en ég settist á skólabekk fann ég strax að þetta væri eitthvað fyrir mig. Skólinn opnaði fyrir mér nýja sín á lífið og kveikti þá hugmynd að kannski gæti ég einn daginn rekið mína eigin ylræktarstöð, svo skemmir ekki fyrir að fá að vinna í Spánarhita þegar það er brennandi gaddur fyrir utan.

Starf garðyrkjubóndans kallar á fjölbreytt dagsverk svo sem við þrif, uppskeru, pökkun og plöntuumhirðu.

Hvernig er hefðbundinn vinnudagur á bænum?

Vinnan hefst klukkan sjö alla virka morgna. Þar sem stöðin er með blandaða ræktun, þ.e. margar ólíkar tegundir, að þá er enginn dagur alveg eins. Við erum sex sem vinnum í stöðinni í misjöfnum stöðugildum. Í byrjun vikunnar erum við að uppskera salat til pökkunar, ásamt því að skera og pakka steinselju. Þá þurfum við líka að koma nýjum salatplöntum niður í staðinn fyrir þær sem voru uppskornar. Salat er ræktað í hvítum ræktunarrennum sem þarf að þrífa með háþrýstidælu. Um miðja vikuna erum við að uppskera paprikur og eldpipar og pakka þeim í umbúðir. Á fimmtudögum erum við bæði að vinna í að sinna plöntunum sjálfum og pakka afurðum fyrir helgina, papriku, gúrku og tómatplöntur þarf að vefja utan um band sem þær vaxa við svo þær haldist uppi. Föstudaga erum við að klára pökkun og plöntuumhirðu fyrir helgina ásamt því að taka til og þrífa. Grænmetisbíllinn kemur þrisvar sinnum í viku til okkar og tekur afurðir og planið gengur út á að ná að pakka sem mestu fyrir þær pantanir sem við erum með ásamt öðru sem við sendum í stórmarkaði.

Skemmtilegustu og leiðinlegustu bústörfin?

Uppskeran er alltaf skemmtilegust, enda fátt betra en að tína nýjar snakk paprikur eða sætpaprikur beint af plöntunni. Því fylgir alltaf ákveðin eftirvænting að fá fyrstu uppskeru af plöntunum, að öll vinnan og undirbúningurinn hafi borgað sig og vel hafi tekist til. Leiðinlegast eða kannski sorglegast er alltaf niðurskurðurinn þegar plönturnar eru orðnar of stórar eða of gamlar til að halda áfram í ræktun.

Snakk paprikur frá Heiðmörk
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?

Þegar við uppskárum fyrstu snakk paprikurnar okkar, það var upphafið að því breytingaferli sem við höfum verið með stöðina í undanfarin þrjú ár og lýkur að miklu leyti nú í sumar.

Hverjar eru helstu áskoranirnar?

Þær eru ansi margar, skortur á íbúðarhúsum á svæðinu er ein helsta áskorunin ásamt takmörkuðu aðgengi að þolinmóðu fé til að geta ráðist í nauðsynlegar endurbætur á núverandi húsakosti til að hámarka árangur.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn hagkvæmari?

Nýr ljósabúnaður og sjálfvirkari snjall-stýribúnaður, ásamt endurvinnslu á næringarríku vökvunarvatni myndi koma stöðinni í hámarksárangur.

Hvernig sérðu landbúnað á Íslandi þróast næstu árin?

Aukin neysla á grænmeti og garðyrkjuafurðum eins og afskorin blóm, garð- og skógarplöntur knýr þörfina fyrir stærri og fleiri garðyrkjustöðvar í landinu. Þá verður sjálfvirknivæðingin sífellt stærri þáttur í rekstri slíkra stöðva til að vera samkeppnishæf við innflutning ásamt kröfum í umhverfismálum.

Instagram-síða: @gardyrkjustodin_heidmork

Fylgist með lífi og starfi fjölskyldunnar í Heiðmörk á Instagram og Facebook-síðu Bændablaðsins næstu tvær vikurnar.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...