Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenskir bændur ásamt fulltrúum Kraftvéla og fjármögnunarfyrirtækisins Ergo í heimsókn í samsetningarverksmiðju Weidemann í Korbach í Þýskalandi.
Íslenskir bændur ásamt fulltrúum Kraftvéla og fjármögnunarfyrirtækisins Ergo í heimsókn í samsetningarverksmiðju Weidemann í Korbach í Þýskalandi.
Á faglegum nótum 18. janúar 2016

Weidemann með þrautreynda þýska liðléttinga

Weidemann vélaverksmiðjan í Diemelsee-Flechtdorf í sunnan­verðu Þýkalandi á rætur að rekja til tveggja bræðra á bóndabæ sem höfðu mikinn áhuga á tækni. Til viðbótar við búskapinn settu þeir á fót hlutafélag árið 1960  sem nefnt var Maschinenfabrik Weidemann KG en síðar Weidemann GmbH.
 
Við stofnun fyrirtækisins hófst framleiðsla á grindum í hesthús og svínabú. Einnig á flórsköfum. Það var svo 12 árum seinna, eða 1972,  að hafin var framleiðsla á mykjudreifurum og þá hófu þeir einnig að framleiða fyrstu Hoftrac fjölnotavélina og liðléttinginn. Honum var ætlað að létta mönnum tímafreka vinnu við bústörfin við þröngar aðstæður innanhúss og utan. Sem dæmi um endingu þessara véla eignaðist fyrirtækið á 50 ára afmæli sínu Hoftrac vél sem framleidd var 1974 og var hún þá enn í fullri notkun.
 
Ný samsetningarverksmiðja opnuð 2007
 
Tíðindamanni Bændablaðsins var boðið að skoða verksmiðju Weidemann í síðasta mánuði í fylgd fjölmargra íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og fjármögnunarleigunnar Ergo. 
 
Öll starfsemin, hönnun, tilraunir og sala fór fram í verksmiðju sem staðsett var í Flechtcdorf fram til 2007. Þá var umfangið orðið það mikið með framleiðslulínu sem var 1,7 kílómetrar að lengd, í 790 metra langri byggingu og þrengslin orðin mikil. Þá var ákveðið að byggja nýja samsetningarverksmiðju frá grunni í Korbach en framleiðsla grunneininga er enn á gamla staðnum í Diemelsee-Flechtdorf.  
 
Með markaðssetningu á vélum Widemann  jókst starfsemin hröðum skrefum. Nú fást Weidemann vélar í mörgum stærðum og gerðum, bæði til landbúnaðarnota, í skógariðnað, sem og fyrir bygginga- og verktakastarfsemi.  Nýjasta afurðin var kynnt á landbúnaðarýningunni Agritechnica í Hanover í síðasta mánuði. Það er cHoftrac 1160 sem er 100% rafknúin vél en með alla sömu eiginleika og dísilknúnu vélarnar, nema hvað varðar vinnuúthald vegna takmarkaðrar orkurýmdar rafgeymanna. Allar vélar Widemann eru einfaldar í  notkun með joystic stjórnun á lyftibúnaði. Hafa vélar fyrirtækis fengið fjölda verðlauna fyrir hönnun.
 
 
Sameinað Wacker Neuson árið 2005
 
Árið 2005 var Weidemann GmbH keypt af samsteypunni Wacker Neuson SE og starfar nú sem dótturfélag þess. Wacker Neuson er leiðandi framleiðandi á heimsvísu á hágæða tækjum og búnaði fyrir byggingaverktaka, landbúnað og fjölþættan iðnað eins og endurvinnslu. Höfuðstöðvarnar eru í München, en verksmiðjur fyrirtækisins eru í Þýskalandi, Austurríki, Bandaríkjunum, Filippseyjum og í Serbíu. Alls eru dótturfélögin 50 talsins og umboðsaðilar eru meira en 140 víða um heim. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú yfir 4.500. Í framleiðslu eru 300 gerðir af tækjum og búnaði og einkaleyfin eru orðin 365. Samsteypan hefur verið skráð á hlutabréfamarkaði SDAX síðan 2007. 
 
Widemann verksmiðjan í Korbach framleiðir vélar bæði undir nafni Weidemann, sem gjarnan eru rauðar að lit og mest seldar til landbúnaðar, og Wacker Neuson, sem eru einkenndar með gulum lit, eru einkum seldar til jarðvinnu- og byggingaverktaka um allan heim. Reyndar er kaupendum boðið upp á að velja lit á vélar sínar í hvaða lit sem er gegn aukagjaldi. Allar vélarnar og vélahlutar eru duftsprautaðir (powdercoating) en duftið er síðan bakað í miklum hita þannig að yfirborðið verður mun sterkara og endingarbetra en venjulegt lakk. Umboðsaðili Weidemann á Íslandi er Kraftvélar, en Þór hf. hefur einnig selt hitt merki fyrirtækisins, Wacker Neuson, hér á landi. 
 
Hægt er að fá vélarnar frá Weidemann búnar með mismunandi hætti, bæði með veltigrind og lokuðu húsi. Þá er hægt að fá alls konar búnað eins og GPS, loftkælingu og hitastýringu og hvað eina sem menn kjósa helst.

7 myndir:

Skylt efni: Liðléttingar

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...