Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Wallis – Björninn og Húnninn
Á faglegum nótum 2. mars 2017

Wallis – Björninn og Húnninn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Wallis dráttarvélar nutu talsverðra vinsælda í Norður-Ameríku á fyrri hluta síðustu aldar. Þær urðu síðar hluti af Massry-Harris samstæðunni.

Uppruna Wallis dráttarvéla má rekja til fyrirtækisins J. I. Case Plow Works sem var stofnað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1884 til að framleiða plóga og önnur jarðvinnslutæki.

Þegar stofnandi fyrirtækisins, Jerome I. Case, féll frá 1891 tók tengdasonur hans, Henry M. Wallis, við rekstrinum. Samhliða framleiðslu á jarðvinnslutækjum hóf hann hönnun á þriggja járnhjóla dráttarvél sem ganga átti fyrir olíu í stað gufu sem var algengast á þeim tíma.

Fyrsti Wallisinn

Árin 1912  og 1914 setti fyrirtækið á markað tvær týpur Wallis dráttarvéla sem kölluðust Bear og Cub, eða Björninn og Húnninn, og voru mismunandi af stærð.

Bear var mun stærri og öflugri en Cubinn. Við markaðssetningu traktoranna var  mikið lagt upp úr að þeir væru sparneytnir á olíu.

Björninn

Björninn var um 50 hestöfl, vó rúm sjö tonn og með fjögurra strokka og til þess gerður að draga stór og þung jarðvinnslutæki og plóga. Framhjólið var um metri að breidd og afturhjólin hálf sú stærð. Ganghraðinn var þrír gírar áfram og einn aftur á bak.

Húnninn

Fyrsta útgáfan af húninum var 25 hestöfl og vó rúm 3,4 tonn en sú sem fylgdi í kjölfarið var 44 hestöfl og tæp 3,8 tonn að þyngd og með fjögurra strokka vél. Gírarnir voru tveir áfram og einn aftur á bak.
Wallis Cub var fyrsta dráttarvélin sem var með heilum undirvagni.

Cub Junior

Sala á Cubnum var góð og á næstu árum voru nýjar týpur eins og Cub Junior eða Model J settar á markað. Junior var 25 hestafla smátraktor á þremur hjólum og vó ekki nema 1,3 tonn. Ganghraðinn var einn gír áfram og einn aftur á bak. 

Módel K og OK

Árið 1920 setti fyrirtækið módel K sem var fjögurra hjóla dráttarvél sem byggði að hluta á hönnun bresku Ruston og Hornsby dráttarvélanna. Stærstur hluti Model K var framleiddur til útflutnings og seldur til Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Þrátt fyrir að Model K væri fjögurra hjóla voru 380 slíkir framleiddir á þremur hjólum.

Árið 1923 var greint frá því að hönnun á nýrri týpu Wallis dráttarvélar væri vel á veg komin og skyldi hún kallast Model OK. Um var að ræða minnsta Vallis traktorinn til þessa og var hann ætlaður vínberja- og ávaxtaræktendum. Salan hans var dræm og framleiðslunni fljótlega hætt.

Massey-Harris eignast J. I. Case Plow Works

Árið 1927 tók Massey-Harris að sér sölu á Wallis dráttarvélum í Kanada og ári síðar yfirtók Massry-Harris fyrirtækið með manni og mús. J. I. Case Plow Works er því að hluta til grunnurinn að því veldi sem seinna varð Massey-Harris Feguson. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn