Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Wallis – Björninn og Húnninn
Á faglegum nótum 2. mars 2017

Wallis – Björninn og Húnninn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Wallis dráttarvélar nutu talsverðra vinsælda í Norður-Ameríku á fyrri hluta síðustu aldar. Þær urðu síðar hluti af Massry-Harris samstæðunni.

Uppruna Wallis dráttarvéla má rekja til fyrirtækisins J. I. Case Plow Works sem var stofnað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1884 til að framleiða plóga og önnur jarðvinnslutæki.

Þegar stofnandi fyrirtækisins, Jerome I. Case, féll frá 1891 tók tengdasonur hans, Henry M. Wallis, við rekstrinum. Samhliða framleiðslu á jarðvinnslutækjum hóf hann hönnun á þriggja járnhjóla dráttarvél sem ganga átti fyrir olíu í stað gufu sem var algengast á þeim tíma.

Fyrsti Wallisinn

Árin 1912  og 1914 setti fyrirtækið á markað tvær týpur Wallis dráttarvéla sem kölluðust Bear og Cub, eða Björninn og Húnninn, og voru mismunandi af stærð.

Bear var mun stærri og öflugri en Cubinn. Við markaðssetningu traktoranna var  mikið lagt upp úr að þeir væru sparneytnir á olíu.

Björninn

Björninn var um 50 hestöfl, vó rúm sjö tonn og með fjögurra strokka og til þess gerður að draga stór og þung jarðvinnslutæki og plóga. Framhjólið var um metri að breidd og afturhjólin hálf sú stærð. Ganghraðinn var þrír gírar áfram og einn aftur á bak.

Húnninn

Fyrsta útgáfan af húninum var 25 hestöfl og vó rúm 3,4 tonn en sú sem fylgdi í kjölfarið var 44 hestöfl og tæp 3,8 tonn að þyngd og með fjögurra strokka vél. Gírarnir voru tveir áfram og einn aftur á bak.
Wallis Cub var fyrsta dráttarvélin sem var með heilum undirvagni.

Cub Junior

Sala á Cubnum var góð og á næstu árum voru nýjar týpur eins og Cub Junior eða Model J settar á markað. Junior var 25 hestafla smátraktor á þremur hjólum og vó ekki nema 1,3 tonn. Ganghraðinn var einn gír áfram og einn aftur á bak. 

Módel K og OK

Árið 1920 setti fyrirtækið módel K sem var fjögurra hjóla dráttarvél sem byggði að hluta á hönnun bresku Ruston og Hornsby dráttarvélanna. Stærstur hluti Model K var framleiddur til útflutnings og seldur til Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Þrátt fyrir að Model K væri fjögurra hjóla voru 380 slíkir framleiddir á þremur hjólum.

Árið 1923 var greint frá því að hönnun á nýrri týpu Wallis dráttarvélar væri vel á veg komin og skyldi hún kallast Model OK. Um var að ræða minnsta Vallis traktorinn til þessa og var hann ætlaður vínberja- og ávaxtaræktendum. Salan hans var dræm og framleiðslunni fljótlega hætt.

Massey-Harris eignast J. I. Case Plow Works

Árið 1927 tók Massey-Harris að sér sölu á Wallis dráttarvélum í Kanada og ári síðar yfirtók Massry-Harris fyrirtækið með manni og mús. J. I. Case Plow Works er því að hluta til grunnurinn að því veldi sem seinna varð Massey-Harris Feguson. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...