Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vinna hafin við friðlýsingu Kerlingafjalla
Mynd / HKr.
Fréttir 14. mars 2016

Vinna hafin við friðlýsingu Kerlingafjalla

Höfundur: Vilmundur Hansen
Sett hefur verið af stað vinna á vegum umhverfisráðuneytisins við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla. 
 
Í frétt á vef umhverfis­ráðuneytisins segir að Kerlingarfjöll búi yfir stórbrotinni náttúru og að þau séu vel afmarkaður fjallaklasi á hálendinu, með einstaka litadýrð. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. Innan Kerlingarfjallasvæðisins eru jafnframt fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar.
 
Vinsælt útivistarsvæði
 
Kerlingarfjallasvæðið nýtur mjög vaxandi vinsælda fyrir hvers konar útivist. Áður var þar vinsælt skíðasvæði en nú heimsækja gestir svæðið fyrst og fremst til útivistar þar sem víðerni og háhitasvæði eru helsta aðdráttarafl svæðisins.
 
Í Kerlingarfjöllum er jafnframt vaxandi ferðaþjónusta. Við undirbúning að friðlýsingu svæðisins er ætlunin að stuðla að því að starfsemi innan þess verði sem mest sjálfbær.
 
Vilja setja reglur tímanlega
 
Í umfjölluninni segir að í Kerlingar­fjöllum geti skapast sérstaða sem sjálfbær áfangastaður sem  skapar tengsl við nærsvæði á Suðurlandi og hugsanlega orðið til fyrirmyndar fyrir rekstur innan annarra friðlýstra svæða í framtíðinni. Gera má ráð fyrir að ferðamennska á svæðinu haldi áfram að aukast á komandi árum, en með friðlýsingunni er ætlunin að setja tímanlega reglur og skipulag fyrir svæðið og byggja upp nauðsynlega innviði til verndar náttúrunni.
 
Við undirbúning friðlýsing­arinnar verður haft samráð við hagsmunaaðila, meðal annars rekstraraðila sem starfa innan þess svæðis sem fyrirhugað er að friðlýsa. Hefur Umhverfisstofnun skipað samstarfshóp með fulltrúum Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Vinum Kerlingarfjalla. 
Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...