Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vilji kúabænda að leiðarljósi
Lesendabásinn 17. september 2019

Vilji kúabænda að leiðarljósi

Sumri hallar og haustverkin taka við af sumarverkunum. Heilt yfir virðist góður fóðurforði hafa náðst og ágætlega gengið að heyja.
 
Hluti af haustverkunum að þessu sinni er að ljúka endurskoðun búvörusamninga. Eftir aðalfund Landssambands kúabænda, sem haldinn var snemma síðastliðið vor, var samninganefnd bænda klár í þá vinnu. Ríkið skipaði svo samninganefnd af sinni hálfu og veitir Unnur Brá Konráðsdóttir henni formennsku.  Það er skemmst frá því að segja að haldnir voru 5 fundir áður en við misstum stjórnsýsluna í sumarleyfi en eins og allir vita sem komið hafa nálægt vinnu í svona umhverfi þá gerist fátt á þeim tíma og fram yfir verslunarmannahelgi, þetta er náttúrulögmál.
 
Þessir fyrstu fundir voru nýttir til að stilla saman strengi. Ná saman um hvað skyldi leggja áherslu á, hverju þyrfti að breyta í samningunum, lögum og reglugerðum þeim tengdum. 
 
Greiðslumark og verðlagning efst á baugi
 
Aðilar eru sammála um að tvö stærstu málin sem nauðsynlegt er að taka á í þessari endurskoðun séu greiðslumarks- og verðlagningarmál. Eins og flestir vita sennilega kusu kúbændur á þann veg að framleiðslustýringu skyldi viðhaldið í formi greiðslumarks eða kvóta. Það er breyting frá núgildandi samningi sem gerir ráð fyrir að framleiðslustýring leggist af. Einnig var, á sínum tíma, ákveðið að fresta gildistöku 12. greinar búvörusamningsins sem fjallar um verðlagningarmál. Nauðsynlegt er að taka upp sveigjanlegra kerfi verðlagningar svo takast megi með betri hætti á við breytingar á markaðsumhverfi og neysluvenjum fólks.
 
Þær línur sem lagðar eru af hálfu bænda í þessum viðræðum eru byggðar á ályktunum aðalfundar LK og hefur framkvæmdastjóri LK rakið þær áherslur ágætlega í nýlegum pistli á naut.is.
 
Kvótamarkaðurinn frosinn
 
Staðan sem nú er uppi í greininni er ekki neitt sem kemur á óvart. Innlausnarmarkaður með kvóta er frosinn, þ.e. að lítið framboð er á greiðslumarki. Bændur sem ætla sér að hætta búskap halda að sér höndum í þeirri von að það komist í gang kvótamarkaður sem gæti gefið þeim hærra verð en núna býðst á innlausnarmarkaði. Þetta var fyrirséð. Það var algjörlega ljóst frá því að skrifað var undir núverandi samning að þessi staða kæmi upp. Reynt var að stefna gegn vilja meirihluta íslenskra kúabænda – að afleggja kvótakerfið og innleiða nýtt kerfi. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar farið er svo mjög gegn grasrótinni, alveg sama á hvaða vettvangi það er gert. 
 
Réttum kúrsinn
 
Afleiðingarnar birtast okkur núna með þessum hætti sem rakinn er hér á undan, þ.e. kerfi í pattstöðu. Við sem sitjum í brúnni, ásamt öllum íslenskum kúabændum, erum nú með það verkefni í höndunum að snúa af þessari stefnu, verkefni sem við vissum að kæmi upp, verkefni sem okkur var úthlutað og munum stýra af festu. Það er okkar skylda að gæta að hag og framtíð íslenskrar mjólkurframleiðslu og það gerum við!
 
Nú eru aðilar aftur að setjast niður eftir sumarfríin enda margt sem þarf að klára þar sem endurskoðaður samningur þarf að fara í gegnum þingið núna í haust. Það verður fagnaðarefni þegar loksins verður settur punktur aftan við þá óvissu sem greinin hefur þurft að búa við frá upphafi þessarar vegferðar um afnám kvótakerfisins, vegferðar sem fáir báðu um og hefur reynst greininni ansi dýrkeypt. 
 
Hranastöðum
í byrjun september 2019
Arnar Árnason,
formaður Landssambands kúabænda, arnar@naut.is
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...