Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti
Á faglegum nótum 21. október 2019

Vefrit um geita- og sauðamjaltir og smáframleiðslu á hangikjöti

Höfundur: smh
Matís hefur gefið út tvö vefrit um annarsvegar hangikjöt og hins vegar geita- og sauðamjaltir. Um er að ræða faggreinaleiðbeiningar fyrir góða starfshætti og innra eftirlit fyrir smáframleiðendur. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkar leiðbeiningar eru gefnar út.
 
Óli Þór Hilmarsson.
Óli Þór Hilmarsson, sérfræð­ingur hjá Matís, tók textann saman og teikningar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttir. Óli Þór segir leiðbeiningarnar alfarið byggðar á þeim lögum og reglugerðum sem fara þarf eftir við framleiðslu á þeim vörum sem þær ná yfir. „Þær eru settar fram í aðgengilegum texta, oft með skýringarmyndum.
 
Leiðbeiningarnar eru lesnar yfir af eftirlitsaðilanum, í þessu tilfellli Matvælastofnun, sem að lokum samþykkir að skilningur laga og reglna komist sem best til skila. Þar með eru komnar skýrar leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Í löndunum í kringum okkur hefur útgáfa sem þessi verið stunduð lengi, hvort heldur það er til einföldunar fyrir smáframleiðendur eða hina stærri. 
 
Fagleiðbeiningarnar fyrir Geita- og sauðamjaltir voru unnar í samvinnu við Geitfjárræktarfélag Íslands, Landssamband sauðfjárbænda, samtök­in Beint frá býli og Matvæla­stofnun. Fag­leið­bein­ingarnar fyrir hangikjöt voru unnar í samvinnu við Landssamtök sauðfjár­bænda, Matvælastofnun og samtökin Beint frá býli.
 
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar í gegnum vef Matís, undir „Útgáfa og miðlun“. 
 
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...