Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

Höfundur: Þröstur Helgason

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og vinnslu mjólkur,“ segir Erna Bjarnadóttir í þriðja þætti Útvarps Bændablaðsins. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL, segir samstarf og sameiningar aukast í Evrópu og markmiðið sé alltaf að auka samkeppnishæfni, auka seiglu og viðnámsþrótt landbúnaðarins.

„Þessi samruni er það stór að hann þarf að fara í gegnum samþykktarferli hjá samkeppniseftirliti Evrópusambandsins,“ segir Erna. „Þarna skapast enn frekari möguleikar til hagræðingar heldur en þegar eru, við vitum til dæmis að jafnvel heilu mjólkursamlögin eru að framleiða eina eða örfáar vörur á meðan Mjólkursamsalan hér á landi, sem er með fjórar móttökustöðvar og starfar í frekar litlum einingum, er með hundruð vörunúmera. Við getum því rétt ímyndað okkur hvaða möguleikar eru á hagræðingu þarna úti í krafti hagkvæmni stærðar. Um leið sjáum við hversu fráleitur málflutningur það er að halda því fram að bændur geti náð meiri árangri með því að basla einir og sér eða í litlum einingum.“

Erna segir að sameinað félag yrði samkeppnisaðili Mjólkursamsölunnar sem sé í samkeppni um innflutning á mjólkurvörum.

„En síðan er MS líka að flytja út bæði mjólkurduft og skyr þar sem mestu verðmætin eru fyrir okkur. Salan á fituhluta mjólkur er um það bil sautján milljónum lítra meiri en salan á próteingrunni og við þurfum að gera verðmæti úr þessum mismuni. Við samruna Arla og DMK verður til risastór aðili sem mögulega fer að framleiða skyr á enn lægra verði en hingað til hefur verið gert. Þá gæti orðið enn erfiðara fyrir okkur að sækja verðmæti fyrir íslenska bændur úr mismuninum sem ég nefndi.“

Erna segir að sameiningin kalli kannski ekki á nein sérstök viðbrögð sem stendur að öðru leyti en því að það þurfi að fylgjast með framvindu málsins.

Rekstrareiningar leitast við að stækka

Margrét segir að það sé yfirlýst stefna víða í Evrópu, til dæmis í Noregi, að til staðar séu burðugar rekstrareiningar og þróunin sé sú að til þess að rekstrareining sé burðug þá leitist hún við að stækka. „Fyrirtæki víða um Evrópu eru að vinna meira saman og sameinast og markmiðið er alltaf það sama og við höfum verið að tala fyrir hér á landi, að auka samkeppnishæfni, auka seiglu og viðnámsþrótt landbúnaðarins, sem eru kannski stærstu áskoranirnar í Evrópu núna, og búa til fjárhagslegt svigrúm til að efla nýsköpun og framþróun í þessari atvinnugrein. Samrunar eru ein leið til þess að ná þessu fram. Við munum örugglega sjá fleiri fréttir af samruna á borð við þann sem við heyrum nú fréttir af hjá Arla og DMK. Við höfum þegar séð tilkynningar um vilja fyrirtækja í landbúnaðarstarfsemi til þess að sameinast og sumir samrunar eru þegar til umfjöllunar hjá samkeppniseftirliti ESB.“

Hægt er að hlusta á þáttinn HÉR.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...