Formaður Bændasamtakanna bjartsýnn á að viðræður við ráðherra endi vel
„Maður er enn að velta því fyrir sér hvaðan þetta er komið og hver tilgangurinn er, sérstaklega það sem snýr að mjólkurákvæðinu í 71. grein búvörulaganna um undanþágu við samkeppnislögum,” segir Trausti Hjálmarsson um frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum í nýjasta þætti Útvarps Bændablaðsins.


