Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Útvarp Bændablaðið – nýtt hlaðvarp
Fréttir 3. júní 2025

Útvarp Bændablaðið – nýtt hlaðvarp

Bændablaðið færir sig nú inn á lendur ljósvakans með upplýsta og spennandi umræðu um landbúnað. Nýr þáttur aðra hverja viku eða þá viku sem Bændablaðið kemur ekki út.

Í þessum þáttum verður víða komið við í spjalli við bændur og sérfræðinga um allt sem við kemur landbúnaði, en líka ráðafólkið sem leggur línurnar. Hvert skal stefna með íslenskan landbúnað?

Og þar ætlum við að byrja. Fyrsti gestur Útvarps Bændablaðsins verður Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Þátturinn fer í loftið miðvikudaginn 4. júní.

Hægt verður að hlusta á Útvarp Bændablaðsins á Spotify og öðrum helstu hlaðvarpsveitum en einnig á vef Bændablaðsins, bbl.is.

Umsjón hefur Þröstur Helgason, ritstjóri Bændablaðsins.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...