Formaður Bændasamtakanna bjartsýnn á að viðræður við ráðherra endi vel
„Maður er enn að velta því fyrir sér hvaðan þetta er komið og hver tilgangurinn er, sérstaklega það sem snýr að mjólkurákvæðinu í 71. grein búvörulaganna um undanþágu við samkeppnislögum,” segir Trausti Hjálmarsson um frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum í nýjasta þætti Útvarps Bændablaðsins.
Hann segir núverandi kerfi hafa skilað miklum ábata en ekki sé augljóst hvernig breytingarnar eigi að skila betri kjörum til bænda og neytenda. Hann er þó bjartsýnn á að málið endi vel. Hann segir sömuleiðis að stjórnvöld hafi komið sér á óvart með framgöngu sinni í viðræðum um búvörusamninga sem standa yfir. Trausti ætlar að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu hjá Bændasamtökunum í vor.
