Ellefti þáttur Útvarps Bændablaðsins kominn í loftið
Gestir 11. þáttar Útvarps Bændablaðsins eru tveir, Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, og formaður Samtaka ungra bænda, Steinþór Logi Arnarsson.
Í þættinum í dag ætlum við að ræða metárið 2025 þegar uppskera var meiri en gengur og gerist og framleiðsla í ýmsum greinum náði óþekktum hæðum. Við skoðum rekstrarútkomu og rekstrarskilyrði í ýmsum búgreinum, breytingar sem orðið hafa í búvísindum og rannsóknum á til dæmis genamengi búfjár og aðrar nýjungar í landbúnaði. Enn fremur ætlum við að rýna í stöðu ungra bænda á landinu.
Hér má hlusta á þáttinn: https://www.bbl.is/baendabladid/hladan/utvarp-baendabladid-11-thattur-karvel-l-karvelsson-og-steinthor-logi-arnarsson
