Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bílastæði sem Hvammsbændur, landeigendur við stíginn, útbjuggu að eigin frumkvæði á eigin kostnað og hafa sömuleiðis mokað  á vetrum til hagsbóta fyrir notendur.
Bílastæði sem Hvammsbændur, landeigendur við stíginn, útbjuggu að eigin frumkvæði á eigin kostnað og hafa sömuleiðis mokað á vetrum til hagsbóta fyrir notendur.
Mynd / Ingólfur Jóhannesson
Fréttir 3. mars 2022

Útivist og lýðheilsa gríðarmikilvæg skógarafurð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það má alveg orða það svo að þessi söfnun hafi verið ævintýri líkust,“ segir Ingólfur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, en söfnun fyrir nýjum snjótroðara félagsins lauk í gær og höfðu þá safnast vel yfir 40 milljónir króna. Söfnunin hefur staðið yfir í eitt ár, frá því í febrúar í fyrra.

Markmiðið var að safna 35 milljónum, „sem er náttúrlega klikkað,“ segir hann, en markinu var náð í nóvember síðastliðnum. Troðarinn sjálfur kostar 35 milljónir króna og það sem umfram er verður nýtt til að bæta aðstöðuna og hýsa gripinn.

Ingólfur segir skógræktarfólk þakklátt fyrir góð viðbrögð. „Það var einstakt að upplifa jákvæðnina og ungmennafélagsandann sem sveif yfir vötnum, einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög hér á svæðinu lögðu hönd á plóg til að tryggja þetta mikilvæga samfélagsverkefni. Stjórnarfólk í félaginu lagði líka af mörkum mikla vinna við undirbúning og að framfylgja þessu verkefni og þá vinnu inntu þau af hendi með stóru hjarta.“

Félagið mun næsta sumar fá heim á hlað snjótroðara af gerðinni Pisten Bully, en hann er búinn öllum þeim besta búnaði sem hentar við norðlenskar aðstæður og segir Ingólfur hann verða mikla búbót.

Útivistarstígurinn í Eyjafjarðarsveit í fallegri vetrarsól.

Sprenging í gönguskíðaiðkun

„Útivist og lýðheilsa er orðin gríðarmikilvæg skógarafurð og við höfum undanfarin ár upplifað sannkallaða sprengingu í gönguskíðaiðkun. Almenningur er afar meðvitaður um gildi hreyfingar, margir eru með þar til gerð úr á úlnliðnum sem skammtar lágmarkshreyfiþörf og lætur vita ef henni er ekki sinnt,“ segir hann. Stígar sem starfsmenn Skógræktarfélagsins troða þjóna breiðum hópi göngu-, skíða- og hjólafólki, hundaeigendur nýta stígana og þá segir Ingólfur að æ fleiri ferðamenn leggi leið sína í Kjarnaskóg og taka góða gönguferð í fallegu umhverfi.

„Skógurinn heldur svo utan um allt saman, veitir skjól og skapar kjöraðstæður til útivistar. Til að mynda er ekki óalgengt í norðlenskum snjóavetri að í Kjarnaskógi séu um 60 dagar þar sem góða aðstæður eru til útivistar innan skógar þó ekki sé hundi út sigandi utan hans, það eitt og sér er gríðar mikils virði,“ segir hann.

Snjótroðari Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur reynst vel við að ryðja stíga.

Skíðabraut frá Kjarna í Hrafnagil

Vissulega segir hann að mikil vinna fylgi auknum gestakomum í skóginn, halda þarf bílastæðum opnum, sinna snyrtingunum og troða leiðir svo hægt sé að taka á móti fólki.
„Við erum líka endalaust að bæta við leiðum sem við troðum og sinnum, einfaldlega til að rúma æ fleiri gesti sem sækja okkur heim,“ segir Ingólfur, en nú eftir áramót hafa starfsmenn bætt við og troðið um 10 kílómetra langa skíðabraut á jafnsléttu meðfram malbikuðum útivistarstíg sem liggur frá Kjarnaskógi að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. „Sá stígur er ótrúlegt útivistar­kombó og ætti að vera fyrirmynd við hönnun útivistarstíga almennt, en þann stíg nýta þeir sem eru hjólandi og gangandi og til hliðar líður skíðafólkið um á snjóbrautinni.

Á góðviðrisdögum er margt um manninn, hundruð manna á ferðinni og mannlífið blómstrar.“ 

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...