Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Öld er frá smíði fyrstu steinsteyptu sundlaugarinnar í Reykjanesi. Þar hófst
sundkennsla í lítilli torflaug um miðja nítjándu öld.
Öld er frá smíði fyrstu steinsteyptu sundlaugarinnar í Reykjanesi. Þar hófst sundkennsla í lítilli torflaug um miðja nítjándu öld.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. júlí 2025

Tvö söguskilti afhjúpuð í Reykjanesi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í tilefni af því að öld er liðin síðan steinsteypt sundlaug var byggð í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og níutíu ár frá upphafi skólahalds þar, verða tvö söguskilti afhjúpuð laugardaginn 5. júlí klukkan 15. Aðstandendur verkefnisins bjóða upp á kaffiveitingar.

Söguskiltin eru annars vegar um sundlaugina og hins vegar um skólann og verða þau staðsett á flötinni neðan við skólabyggingarnar. Skiltin eru með QR kóðum sem vísa á vef Reykjaness þar sem hægt er að nálgast ljósmyndir og frekari upplýsingar.

Á söguskiltinu kemur fram að sundkennsla í Reykjanesi hafi hafist í lítilli torflaug árið 1853, en samkvæmt heimildum hafi hún verið grafin 1837. Endurbætur fóru fram á lauginni árið 1890 og 1899, en hún lengd í 20 metra í seinna skiptið. Árið 1906 voru veggir laugarinnar steyptir. Steinsteypt sundlaug var byggð á núverandi stað við Hveravík árið 1925. Fyrst var hún 30 metra löng, en lengd í 50 metra árið 1944.

Um sögu Reykjanesskóla segir á skiltinu að barnaskólinn í Reykjanesi hafi verið stofnaður árið 1934 og héraðsskólinn 1937. Fyrsta bygging skólans var teiknuð af Þóri Baldvinssyni og byggð 1934. Þar var jafnframt gistiaðstaða í timburhúsi sem var byggt fyrir nemendur á sundnámskeiðum árið 1930, en það hús brann árið 1941. Þá var byggt nýtt heimavistarhús ofan á hverasvæðinu, en skemmdist timbrið í því út af jarðhitanum og var það rifið. Núverandi byggingar voru reistar á sjöunda og áttunda áratugnum. Héraðsskólinn var lagður niður árið 1991 en í Reykjanesi starfaði barnaskóli til ársins 1996.

Að verkefninu standa Sögumiðlun ehf., ásamt afkomendum Aðalsteins Eiríkssonar og Bjarnveigar Ingimundardóttur, fyrstu skólastjórahjónanna í Reykjanesi, og afkomendum skólastjórahjónanna Páls Aðalsteinssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Styrki veittu Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, Háafell, HS Orka og Ísafjarðarbær

Skylt efni: Vestfirðir

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...