Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Öld er frá smíði fyrstu steinsteyptu sundlaugarinnar í Reykjanesi. Þar hófst
sundkennsla í lítilli torflaug um miðja nítjándu öld.
Öld er frá smíði fyrstu steinsteyptu sundlaugarinnar í Reykjanesi. Þar hófst sundkennsla í lítilli torflaug um miðja nítjándu öld.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. júlí 2025

Tvö söguskilti afhjúpuð í Reykjanesi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í tilefni af því að öld er liðin síðan steinsteypt sundlaug var byggð í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp og níutíu ár frá upphafi skólahalds þar, verða tvö söguskilti afhjúpuð laugardaginn 5. júlí klukkan 15. Aðstandendur verkefnisins bjóða upp á kaffiveitingar.

Söguskiltin eru annars vegar um sundlaugina og hins vegar um skólann og verða þau staðsett á flötinni neðan við skólabyggingarnar. Skiltin eru með QR kóðum sem vísa á vef Reykjaness þar sem hægt er að nálgast ljósmyndir og frekari upplýsingar.

Á söguskiltinu kemur fram að sundkennsla í Reykjanesi hafi hafist í lítilli torflaug árið 1853, en samkvæmt heimildum hafi hún verið grafin 1837. Endurbætur fóru fram á lauginni árið 1890 og 1899, en hún lengd í 20 metra í seinna skiptið. Árið 1906 voru veggir laugarinnar steyptir. Steinsteypt sundlaug var byggð á núverandi stað við Hveravík árið 1925. Fyrst var hún 30 metra löng, en lengd í 50 metra árið 1944.

Um sögu Reykjanesskóla segir á skiltinu að barnaskólinn í Reykjanesi hafi verið stofnaður árið 1934 og héraðsskólinn 1937. Fyrsta bygging skólans var teiknuð af Þóri Baldvinssyni og byggð 1934. Þar var jafnframt gistiaðstaða í timburhúsi sem var byggt fyrir nemendur á sundnámskeiðum árið 1930, en það hús brann árið 1941. Þá var byggt nýtt heimavistarhús ofan á hverasvæðinu, en skemmdist timbrið í því út af jarðhitanum og var það rifið. Núverandi byggingar voru reistar á sjöunda og áttunda áratugnum. Héraðsskólinn var lagður niður árið 1991 en í Reykjanesi starfaði barnaskóli til ársins 1996.

Að verkefninu standa Sögumiðlun ehf., ásamt afkomendum Aðalsteins Eiríkssonar og Bjarnveigar Ingimundardóttur, fyrstu skólastjórahjónanna í Reykjanesi, og afkomendum skólastjórahjónanna Páls Aðalsteinssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Styrki veittu Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, Háafell, HS Orka og Ísafjarðarbær

Skylt efni: Vestfirðir

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...