Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
"Strawberry Fields Forever"
Fréttir 14. apríl 2015

"Strawberry Fields Forever"

Höfundur: Vilmundur Hansen

Forstöðumenn gagnfræðaskóla í Vetura-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af því jarðarberjaræktendur sem eru með akra allt í kringum skólann séu að eitra fyrir nemendum og kennurum með gengdarlausri notkun skordýra- og illgresiseiturs.


Oxnard gagnfræðaskóli er í hluta sýslunar þar sem meirihluti íbúa er af spænskum og mexíkóskum uppruna og er skólinn og skólalóðin hreinlega umkringd jarðaberjaökrum. Mörgum þætti slíkt eflaust eftirsóknarverð en sá hængur er á að mikið magn af skordýra- og illgresislyfjum er notað við ræktunina og úðast það yfir skólann. Þegar mest er liggur eitrið eins og dalalæða yfir skólalóðinni og lyktin af því allt umliggjandi.

Jarðarberjaræktun í sýslunni er stórtæk og þar eru framleidd um hálft milljón tonna af þeim á ári og mörg efnið sem úðað er á akrana eru með þeim hættulegust sem notuð eru í landbúnaði og geta meðal annars valdið öndunarörðuleikum, krabbameini og skaða á fóstrum.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...