Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.

Fréttir 7. apríl 2017
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum. Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK.
Fréttir 20. júní 2025
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...
Fréttir 20. júní 2025
Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...
Fréttir 19. júní 2025
Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...
Fréttir 19. júní 2025
Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...
Fréttir 19. júní 2025
Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...
Fréttir 19. júní 2025
Einkunnamet slegin á vorsýningum
Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...
Fréttir 19. júní 2025
Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...
Fréttir 19. júní 2025
Spornað við útrýmingu
Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...
1. febrúar 2019
Ópíumvalmúi – líkn og dauði
30. apríl 2021
Heilgrilluð nautalund
7. febrúar 2025
Sól í hjarta, sól í sinni
28. nóvember 2024
Traustur fararskjóti endurnýjaður
15. júlí 2019