Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fréttir 7. apríl 2017
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum. Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK.
Fréttir 16. janúar 2025
Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...
Fréttir 16. janúar 2025
Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...
Fréttir 15. janúar 2025
Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...
Fréttir 15. janúar 2025
Undanþágan beint til Hæstaréttar
Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...
Fréttir 14. janúar 2025
MS heiðraði sjö starfsmenn
Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...
Fréttir 14. janúar 2025
Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...
Fréttir 13. janúar 2025
Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Skráð losun gróðurhúsalofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...
Fréttir 13. janúar 2025
Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis, fjármála og matvælaráðuneyta fer yfir ...
16. janúar 2025
Eftirminnilegustu tæki ársins
16. janúar 2025
Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
16. janúar 2025
Leshópar – Jafningjafræðsla
14. janúar 2025
MS heiðraði sjö starfsmenn
16. janúar 2025