Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 7. apríl 2017
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum. Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK.
Fréttir 11. desember 2025
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...
Fréttir 11. desember 2025
Þörungakjarni með mörg hlutverk
Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...
Fréttir 9. desember 2025
Húsaeiningar frá Noregi
Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...
Fréttir 9. desember 2025
Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...
Fréttir 9. desember 2025
Gervigreind í Grímsnesi
Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...
Fréttir 9. desember 2025
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...
Fréttir 8. desember 2025
Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...
Fréttir 8. desember 2025
Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...
22. júní 2023
Svínarækt undir miklu eftirliti
11. desember 2025
Okkar besti maður
12. desember 2025
Svalbarði hlýnar hraðast af öllum stöðum
12. desember 2025
