Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fréttir 7. apríl 2017
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum. Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK.
Fréttir 13. september 2024
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...
Fréttir 13. september 2024
Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...
Fréttir 13. september 2024
Bændur selja Búsæld
Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...
Fréttir 12. september 2024
Frekari fækkun sláturgripa
Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...
Fréttir 12. september 2024
Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...
Fréttir 12. september 2024
Lækkað verð á greiðslumarki
Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...
Fréttir 12. september 2024
Smalað vegna óveðurs
Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...
Fréttir 12. september 2024
Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...
29. ágúst 2024
Réttalistinn 2024
12. september 2024
Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
13. september 2024
Bændur selja Búsæld
13. september 2024
Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024