Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.

Fréttir 7. apríl 2017
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Aðalfundur Landssambands kúabænda samþykkti tillögu þar sem þess er krafist að Alþingi standi vörð um bann við innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti, sem kveðið er á um í 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.
Þá segir að innflutningi á hráu kjöti fylgi bæði aukin hætta á matarsýkingum og verulega aukin hætta á sýkingum af völdum lyfjaónæmum bakteríum, auk hættu á að nýir búfjársjúkdómar nái fótfestu hérlendis.
Um árabil hefur innflutningur verið bannaður á hráu, ófrosnu kjöti, en nú sýnist tvísýnt um það bann, bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga og vegna þrýstings frá þeim sem telja sig hafa hag af auknum innflutningi búvara.
Góður árangur hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum
Í greinargerð með tillögunni segir að góður árangur hafi náðst hér á landi í baráttu gegn sjúkdómum sem borist geta með hráu, ófrosnu kjöti, s.s. salmonellu- og kamfýlóbaktersýkingum, sem breytast með innflutningi á fersku kjöti, en frysting veikir mjög smitefni í kjöti. Meiru varði þó að mjög strangar reglur gildi um notkun fúkkalyfja í landbúnaði hér og notkun þeirra ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Það endurspeglist í lágri tíðni sýkinga með fúkkalyfjaónæmun sýklum, en slíkar sýkingar eru taldar mikil ógn við lýðheilsu á komandi árum. Loks er í greinargerðinni minnt á að búfjársjúkdómar geta hæglega borist með innfluttu fersku kjöti en vegna langvarandi einangrunar íslenskra búfjárstofna eru þeir afar berskjaldaðir gagnvart framandi smitefnum.
„Því er svo við að bæta að oft er mjög erfitt að greina upprunaland innfluttra matvæla og þar með átta sig á við hvaða aðstæður framleiðslan fer fram. Með innflutningi á fersku kjöti er því bæði verið að tefla í nokkra tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar og taka áhættu varðandi heilbrigði búfjárstofna,“ segir í ályktun frá aðalfundi LK.
Fréttir 7. júlí 2022
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...
Fréttir 7. júlí 2022
Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...
Fréttir 27. júní 2022
Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...
Fréttir 14. júní 2022
„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...
Fréttir 14. júní 2022
Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...
Fréttir 13. júní 2022
Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...
Fréttir 8. júní 2022
Samdráttur í sölu á fræi
Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...
Fréttir 8. júní 2022
Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...
28. febrúar 2022
Óábyrgar kröfur um afnám skógræktar á Íslandi
12. ágúst 2022
Slammað með tekíla
9. nóvember 2020
Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
10. ágúst 2022