Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Garðyrkjustöðvarnar Ártangi, Friðheimar og Hveravellir taka á móti staðfestingu á vottuninni „Í góðu lagi“.
Garðyrkjustöðvarnar Ártangi, Friðheimar og Hveravellir taka á móti staðfestingu á vottuninni „Í góðu lagi“.
Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag undirritað samning um um vottunarmerkið „Í góðu lagi“.

Um er að ræða vottunarkerfi sem staðfestir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og almennum reglum vinnumarkaðarins. Þrjár garðyrkjustöðvar hafa nú farið formlega í gegnum vottunarferlið; Ártangi, Friðheimar og Hveravellir. „Í góðu lagi“ merkið verður nú sýnilegt á umbúðum hjá þeim garðyrkjustöðvum sem hafa hlotið vottun.

Vottunin er framkvæmd á þann hátt að vinnustaðir eru heimsóttir og farið yfir þau gögn sem til þarf. Stofnuð var sameiginleg nefnd skipuð fulltrúum frá hlutaðeigandi stéttarfélögum og Sölufélagi garðyrkjumanna, sem vann að undirbúningi sérstakrar vottunar. Í fyrstu verður verkefnið tilraunaog þróunarverkefni afmarkað við grænmetisframleiðslu en vonir standa til að vottunin „Í góðu lagi“ geti náð útbreiðslu til fleiri greina ef vel tekst til.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...