Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Glaðvakandi birkigrein með reklum.
Á faglegum nótum 7. júní 2016

Sofandi tré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknum á plöntum hefur fleygt fram undanfarin ár. Ýmislegt bendir til að tré deili upplýsingum sín á milli með hjálp sveppróta í jarðvegi og að þau hafi minni.

Nýjar rannsóknir á birkitrjám benda til að þau hægi á starfsemi sinni á nóttunni og sofni jafnvel.

Í nýlegri rannsókn sem var gerð samtímis í Finnlandi og Austurríki var leysiskanna beint að birkitrjám um sumartíma þegar starfsemi þeirra er í hámarki. Skönnun á trjánum á mismunandi tímum sólarhringsins sýna að starfsemi þeirra er ólík á daginn og á nóttunni. Á myndunum sést greinilega að greinar trjánna síga um allt að tíu sentímetra þegar líður á nóttina og engu líkara en að þau slappi af. Greint er frá þessu í tímariti sem kallast Frontiers in Plant Science.

Reyndar hefur lengi verið vitað að plöntur hægja á starfsemi sinni á nóttunni og fjallaði Charles Darwin um það í einni af sínum bókum. Blóm lokast á nóttunni og á sumum plöntum verpast blöðin. Rannsóknin sem hér er sagt frá er sú fyrsta sem sýnir fram á að það slakni á greinum trjánna.

Mest hanga greinarnar um tveimur klukkustundum fyrir sólarupprás. Helsta skýringin á svefni trjánna er talin vera sú að á nóttunni eigi ljóstillífun sér ekki stað og þá minnki vökvaþrýstingurinn í greinunum og þær slúti undan eigin þunga.

Næstu skref í rannsóknum á svefnvenjum trjáa er að skoða hvort fleiri tegundir en birki fái sér lúr á nóttunni og ef svo er hvernig svefnvenjur þeirra eru. Einnig er áhugavert að skoða hvort tré dreymi, hrjóti eða gangi jafnvel í svefni.
   

Skylt efni: tré | rannsóknir

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...