Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá kynningu á skýrslunni í Þjóðmenningarhúsinu 16. ágúst sl.
Frá kynningu á skýrslunni í Þjóðmenningarhúsinu 16. ágúst sl.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. september 2019

Skýrsla sérfræðingahóps um áhrif inngöngu Íslands í Orkusamband ESB

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrir skömmu kom út ítarleg skýrsla fjölmargra sérfræðinga sem fjallar um áhrif innleiðingar á þriðja orkupakka ESB sem ráðgert er að samþykkja í þingsályktunartillögu á Alþingi nú í byrjun september.

Skýrsluhöfundar telja að í ljósi framkominna upplýsinga sé rökrétt að Alþingi hafni innleiðingu orkupakkans og að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. 

Garðyrkjubændur vöktu í fyrra athygli á þeirri hættu sem Íslendingum gæti mögulega  stafað af innleiðingu þessa regluverks frá ESB. Ítrekaðar skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar er á móti innleiðingu orkupakka 3. 

Í könnun sem Maskína gerði í júní kom fram að af þeim sem tóku afstöðu til innleiðingar á orkulöggjöf ESB á Íslandi voru 61,3% andvíg en 38,8% voru því fylgjandi. Ítrekað hefur komið fram að ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki telja sig þurfa að taka tillit til vilja almennings sem birtist í slíkum könnunum. Ekki heldur amþykkta sem gerðar hafa verið á landsfundum flokkanna. Þar hefur samt verið ótvíræð afstaða gegn innleiðingu orkupakka þrjú. Vegna þessa hafa þverpólitísk samtök Orkunnar okkar reynt að vekja athygli almennings á alvarleika málsins og fengu hóp manna með víðtæka þekkingu  til að setja saman fyrrnefnda skýrslu sem er unnin  undir ritstjórn Jónasar Elíassonar, Stefáns Arnórssonar og Haraldar Ólafssonar.

Að skýrslu þessari stendur einnig sérfræðinganefnd Orkunnar okkar, en hana skipa eftirtaldir: 

Jónas Elíasson (formaður), prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í straumfræði, vatnafræði, virkjanagerð og aðstoðarmaður orkumálaráðherra 1985–87, Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og sérfræðingur í Evrópurétti, Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í hag-fræði náttúruauðlinda, Stefán Arnórsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sérfræðingur í jarðarauðlindum.  

Með nefndinni starfar Haraldur Ólafsson, prófessor í eðlisfræði lofthjúps jarðar við Háskóla Íslands, fyrrv. prófessor og stjórnandi veðurdeildar Háskólans í Björgvin.   

Aðalhöfundar að efni einstakra kafla voru Stefán Arnórsson prófessor, Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, Bjarni Jónsson verkfræðingur, Elías B. Elíasson verkfræðingur, Ragnar Árnason prófessor, Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur, Sigurbjörn Svavarsson framkvæmdastjóri, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri. 

Skýrsluhöfundar vara sterklega við innleiðingu orkupakkans. Í inngangi segir m.a.:

„Þessi skýrsla er rituð í ljósi þess að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslensks lýðveldis og jafnvel mun lengur. Málið varðar skipan raforkumála í landinu um fyrirsjáanlega framtíð og yfirráð yfir orkulindum þjóðarinnar. Samkeppnishæfni atvinnuveganna og lífskjör á Íslandi geta skaðast verulega þegar til framtíðar er litið.“

Fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið

Þá segir einnig að rökrétt sé að Alþingi hafni upptöku 3. orkupakka ESB, a.m.k. að svo komnu og þá á þeirri forsendu að upptaka þessa orkupakka er skaðleg fyrir íslenska þjóð og  stefnir í hættu ríkjandi auðlinda- og umhverfisstefnu. Mjög mikilvægt er að málið verði rækilega kynnt almenningi í fjölmiðlum. Einnig að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.

Skýrslan er mjög ítarleg og tekur á ýmsum þáttum þessa máls. Hún er rituð í ljósi þess að Alþingi og íslensk þjóð standa nú frammi fyrir því að taka eina þá stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu íslensks lýðveldis og jafnvel mun lengur. Málið varðar skipan raforkumála í landinu um fyrirsjáanlega framtíð og yfirráð yfir orkulindum þjóðarinnar. Samkeppnishæfni atvinnuveganna og lífskjör á Íslandi geta skaðast verulega þegar til framtíðar er litið. 

Mun hækka rafmagnsreikninga íslenskra neytenda 

Í niðurlagi skýrslunnar segir m.a. að fyrirsjáanlegt sé að fjárfesting í vatnsaflsvirkjunum og flutningsgetu kerfisins til að þjóna hagsmunum eigenda sæstrengs, mun hækka rafmagnsreikninga íslenskra neytenda, þótt hagnaður af orkusölu um sæstreng skili sér til fjárfesta. Þetta staðfestir reynsla Norðmanna. Síðan segir: 

„Við erum hér ekki að tala um léttvæg dægurmál. Við erum að tala um grundvöll þjóðarbúskapar Íslendinga í framtíðinni, sem mun ráða miklu um afkomu, atvinnusköpun, tækninýjungar og samkeppnishæfni þjóðarbúsins á næstu áratugum.“  

Skapar fjárfestum ný og gróðavænleg tækifæri

„Vitað er, að hópur erlendra fjárfesta og innlendra samstarfsaðila þeirra hefur lengi unnið að undirbúningi að lagningu sæstrengs, sem mundi beintengja íslenska orkubúskapinn við hinn sameiginlega markað ESB. Þrátt fyrir að orkuauðlindir Íslendinga séu takmarkaðar, eru þær engu að síður eftirsóttar og gætu skapað gróðavænleg tækifæri í orkukauphöll ESB. Það sýnir reynslan frá Noregi. Sala rafmagns um sæstreng á „spottmörkuðum“ Evrópusambandsins, sem býr við djúpstæða orkukreppu, mun gera miklar kröfur til flutningsgetu íslenska kerfisins, og jafnframt skapa fjárfestum ný og gróðavænleg tækifæri. En væri það í samræmi við langtímahagsmuni íslensku þjóðarinnar um þjóðhagslega nýtingu á þessari verðmætu auðlind?“ 

Íslendingar móti langtíma auðlindastefnu

„Sannleikurinn er sá, að það þolir enga bið, að við Íslendingar mótum okkur langtímastefnu um eignarhald og nýtingu á helstu auðlindum þjóðarinnar: Þá er átt við fiskimiðin, orkulindirnar, hreina vatnið, og óspjallaða náttúru, sem laðar að mikinn fjölda erlendra ferðamanna. Áratugum saman hafa sérhagsmunaaðilar og pólitísk handbendi þeirra haldið aftur af gjaldtöku fyrir einkarétt á nýtingu auðlindar í eigu þjóðarinnar.“

Dæmi um ásókn braskara í jarðir og virkjunarrétt

„Gildandi lög um orkubúskapinn, eignarhald og nýtingu, eru með öllu haldlaus til að koma í veg fyrir, að erlendir fjárfestar og leppar þeirra nái á þeim eignarhaldi og ráðstöfunarrétti. Dæmi um það er einkavæðing HS. Orku í  gróðavímu braskara í aðdraganda Hruns. Annað dæmi er ásókn braskara í jarðir, sem gefa kost á virkjunarréttindum fyrir smávirkjanir undir 10 megavöttum.“

Þjóðin mun glata forræði yfir auðlindum sínum, áður en hún veit af  

„Ef fram heldur sem horfir, mun þjóðin glata forræði yfir auðlindum sínum, áður en hún veit, hvaðan á hana stendur veðrið. Það eru að verða seinustu forvöð að taka í taumana. Forgangsverkefni stjórnmálamanna og stjórn-málaflokka á öld fjórðu iðnbyltingarinnar á að vera að móta þjóðinni framtíðarstefnu varðandi eignarhald og nýtingu helstu auðlinda. Í því efni getum við litið til Norðmanna sem fyrirmyndar. Þá framtíðarstefnu eigum við að innsigla í nýrri stjórnarskrá.“

 

15 myndir:

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...