Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skráning eyrnamarka og útgáfa markaskráa
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 23. mars 2018

Skráning eyrnamarka og útgáfa markaskráa

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson og Guðlaug Eyþórsdóttir
Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er afréttakerfið; göngur, réttir og notkun marka. 
 
Fyrstu markaskrárnar voru prentaðar upp úr miðri 19. öld, áður voru þær handskrifaðar en mest virðast mörkin hafa varðveist í munnlegri geymd, mann fram af manni, öld eftir öld.
 
 
Landmarkaskráin
 
Eftir útgáfu markaskráa um land allt árið 2012 kom prentútgáfa landsmarkaskrár út í fjórða skiptið og þau tímamót urðu þá um haustið að vefútgáfa hennar kom út hjá Bændasamtökum Íslands (www.landsmarkaskra.is). 
 
Hún hefur verið uppfærð eftir því sem ný mörk hafa verið skráð og hefur reynst vel. Einkum er um að ræða eyrnamörk og brennimörk svo og bæjarnúmer fyrir sauðfé og geitfé en mikið hefur dregið úr skráningu frostmarka fyrir hross sem var veruleg á tímabili.
 
 
Skráning marka
 
Hér fylgir með skrá yfir alla markaverði í landinu, 22 að tölu í 17 umdæmum sem hvert fyrir sig gefur út eigin markskrá. Landsmarkaskráin er því samsafn allra þeirra marka, öllum raðað eftir markaheitum.
Markaverðir taka við mörkum til skráningar, hver í sínu umdæmi, þeir úthluta nýjum bæjarnúmerum eftir þörfum og senda til Bændasamtaka Íslands. Þetta kerfi stendur á traustum grunni og hefur reynst vel.
 
Nýjar markaskrár árið 2020
 
Í samræmi við lög um afréttamálefni o.fl., reglugerð um búfjármörk og fleira og fjallskilasamþykktir skal gefa út nýjar markaskrár í öllum markaumdæmum eigi sjaldnar en áttunda hvert ár. 
 
Þannig eiga næstu markaskrár að koma út fyrir haustið 2020 og má reikna með að undirbúningur hefjist ári áður. Þótt tölvuvæðingin auðveldi mjög aðgengi að öllum skráðum mörkum hafa prentaðar markaskrár enn töluvert gildi auk þess að vera meðal aðgengilegustu heimilda um nöfn og heimili sauðfjáreigenda á hverjum tíma.
 
Guðlaug Eyþórsdóttir
landsmarkavörður
 
Ólafur R. Dýrmundsson
fv. landsmarkavörður.
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...