Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skráning eyrnamarka og útgáfa markaskráa
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 23. mars 2018

Skráning eyrnamarka og útgáfa markaskráa

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson og Guðlaug Eyþórsdóttir
Á meðal þess fáa sem haldist hefur svo til óbreytt frá upphafi byggðar á Íslandi er afréttakerfið; göngur, réttir og notkun marka. 
 
Fyrstu markaskrárnar voru prentaðar upp úr miðri 19. öld, áður voru þær handskrifaðar en mest virðast mörkin hafa varðveist í munnlegri geymd, mann fram af manni, öld eftir öld.
 
 
Landmarkaskráin
 
Eftir útgáfu markaskráa um land allt árið 2012 kom prentútgáfa landsmarkaskrár út í fjórða skiptið og þau tímamót urðu þá um haustið að vefútgáfa hennar kom út hjá Bændasamtökum Íslands (www.landsmarkaskra.is). 
 
Hún hefur verið uppfærð eftir því sem ný mörk hafa verið skráð og hefur reynst vel. Einkum er um að ræða eyrnamörk og brennimörk svo og bæjarnúmer fyrir sauðfé og geitfé en mikið hefur dregið úr skráningu frostmarka fyrir hross sem var veruleg á tímabili.
 
 
Skráning marka
 
Hér fylgir með skrá yfir alla markaverði í landinu, 22 að tölu í 17 umdæmum sem hvert fyrir sig gefur út eigin markskrá. Landsmarkaskráin er því samsafn allra þeirra marka, öllum raðað eftir markaheitum.
Markaverðir taka við mörkum til skráningar, hver í sínu umdæmi, þeir úthluta nýjum bæjarnúmerum eftir þörfum og senda til Bændasamtaka Íslands. Þetta kerfi stendur á traustum grunni og hefur reynst vel.
 
Nýjar markaskrár árið 2020
 
Í samræmi við lög um afréttamálefni o.fl., reglugerð um búfjármörk og fleira og fjallskilasamþykktir skal gefa út nýjar markaskrár í öllum markaumdæmum eigi sjaldnar en áttunda hvert ár. 
 
Þannig eiga næstu markaskrár að koma út fyrir haustið 2020 og má reikna með að undirbúningur hefjist ári áður. Þótt tölvuvæðingin auðveldi mjög aðgengi að öllum skráðum mörkum hafa prentaðar markaskrár enn töluvert gildi auk þess að vera meðal aðgengilegustu heimilda um nöfn og heimili sauðfjáreigenda á hverjum tíma.
 
Guðlaug Eyþórsdóttir
landsmarkavörður
 
Ólafur R. Dýrmundsson
fv. landsmarkavörður.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...