Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skógar felldir í þjóðgörðum
Fréttir 20. desember 2018

Skógar felldir í þjóðgörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir undirskrift samninga og stór orð um verndun skóga í Gana og Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku halda framleiðendur kakós áfram að fella skóga og fara þannig á bak orða sinni um verndun skóga.

Áætluð ólögleg skógareyðing vegna kakóræktunar í suðvesturhluta Fílabeinsstrandarinnar einni það sem af er þessu ári er talin vera tæpir 14 þúsund hektarar, sem er jafngildi um 15 þúsund knattspyrnuvalla.

Stór súkkulaðiframleiðslu­fyrirtæki og stjórnvöld í Gana og Fílabeinsströndinni halda áfram að styðja við framleiðslu kakóbauna og um leið styðja við ólöglega skógareyðingu þrátt fyrir undirskrift alþjóðasamninga um friðun skóga. Fyrirtækin sem ásökuð eru um að kaupa kakóbaunir frá Gana og Fílabeinsströndinni sem ræktaðar eru á landi í þjóðgörðum þar sem skógar hafa verið felldir ólöglega eru meðal annarra Mars, Nestlé og Monndelez, sem allt eru stórir framleiðendur súkkulaðis.

Gervihnattamyndir sýna að margar nýjar og stórar skógarlendur í löndunum tveimur hafa á liðnum árum verið felldar og teknar undir kakórækt.

Verst er ástandið sagt vera á Fílabeinsströndinni og talið að landið hafi misst allt að 90% af skóglendi sínu frá 1960.

Kakórækt í löndunum tveimur er aðallega stunduð af smábændum sem hvattir eru til að halda ræktuninni áfram af milliliðum. Bændunum er sagt að þeir geti ræktað baunirnar hvar sem er án hættu á lögsókn. Bændurnir, sem eru fátækir, fá lágar greiðslur frá milliliðunum sem selja baunirnar svo til fulltrúa vestrænna súkkulaðifyrirtækja sem selja baunirnar með mörg hundruð- eða þúsundföldum hagnaði. 

Auk þess sem verið er að fella skóga er gengið á búsvæði margra dýrategunda með ræktuninni.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...