Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógar felldir í þjóðgörðum
Fréttir 20. desember 2018

Skógar felldir í þjóðgörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir undirskrift samninga og stór orð um verndun skóga í Gana og Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku halda framleiðendur kakós áfram að fella skóga og fara þannig á bak orða sinni um verndun skóga.

Áætluð ólögleg skógareyðing vegna kakóræktunar í suðvesturhluta Fílabeinsstrandarinnar einni það sem af er þessu ári er talin vera tæpir 14 þúsund hektarar, sem er jafngildi um 15 þúsund knattspyrnuvalla.

Stór súkkulaðiframleiðslu­fyrirtæki og stjórnvöld í Gana og Fílabeinsströndinni halda áfram að styðja við framleiðslu kakóbauna og um leið styðja við ólöglega skógareyðingu þrátt fyrir undirskrift alþjóðasamninga um friðun skóga. Fyrirtækin sem ásökuð eru um að kaupa kakóbaunir frá Gana og Fílabeinsströndinni sem ræktaðar eru á landi í þjóðgörðum þar sem skógar hafa verið felldir ólöglega eru meðal annarra Mars, Nestlé og Monndelez, sem allt eru stórir framleiðendur súkkulaðis.

Gervihnattamyndir sýna að margar nýjar og stórar skógarlendur í löndunum tveimur hafa á liðnum árum verið felldar og teknar undir kakórækt.

Verst er ástandið sagt vera á Fílabeinsströndinni og talið að landið hafi misst allt að 90% af skóglendi sínu frá 1960.

Kakórækt í löndunum tveimur er aðallega stunduð af smábændum sem hvattir eru til að halda ræktuninni áfram af milliliðum. Bændunum er sagt að þeir geti ræktað baunirnar hvar sem er án hættu á lögsókn. Bændurnir, sem eru fátækir, fá lágar greiðslur frá milliliðunum sem selja baunirnar svo til fulltrúa vestrænna súkkulaðifyrirtækja sem selja baunirnar með mörg hundruð- eða þúsundföldum hagnaði. 

Auk þess sem verið er að fella skóga er gengið á búsvæði margra dýrategunda með ræktuninni.

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...