Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skógar felldir í þjóðgörðum
Fréttir 20. desember 2018

Skógar felldir í þjóðgörðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir undirskrift samninga og stór orð um verndun skóga í Gana og Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku halda framleiðendur kakós áfram að fella skóga og fara þannig á bak orða sinni um verndun skóga.

Áætluð ólögleg skógareyðing vegna kakóræktunar í suðvesturhluta Fílabeinsstrandarinnar einni það sem af er þessu ári er talin vera tæpir 14 þúsund hektarar, sem er jafngildi um 15 þúsund knattspyrnuvalla.

Stór súkkulaðiframleiðslu­fyrirtæki og stjórnvöld í Gana og Fílabeinsströndinni halda áfram að styðja við framleiðslu kakóbauna og um leið styðja við ólöglega skógareyðingu þrátt fyrir undirskrift alþjóðasamninga um friðun skóga. Fyrirtækin sem ásökuð eru um að kaupa kakóbaunir frá Gana og Fílabeinsströndinni sem ræktaðar eru á landi í þjóðgörðum þar sem skógar hafa verið felldir ólöglega eru meðal annarra Mars, Nestlé og Monndelez, sem allt eru stórir framleiðendur súkkulaðis.

Gervihnattamyndir sýna að margar nýjar og stórar skógarlendur í löndunum tveimur hafa á liðnum árum verið felldar og teknar undir kakórækt.

Verst er ástandið sagt vera á Fílabeinsströndinni og talið að landið hafi misst allt að 90% af skóglendi sínu frá 1960.

Kakórækt í löndunum tveimur er aðallega stunduð af smábændum sem hvattir eru til að halda ræktuninni áfram af milliliðum. Bændunum er sagt að þeir geti ræktað baunirnar hvar sem er án hættu á lögsókn. Bændurnir, sem eru fátækir, fá lágar greiðslur frá milliliðunum sem selja baunirnar svo til fulltrúa vestrænna súkkulaðifyrirtækja sem selja baunirnar með mörg hundruð- eða þúsundföldum hagnaði. 

Auk þess sem verið er að fella skóga er gengið á búsvæði margra dýrategunda með ræktuninni.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...