Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skemmtilegast að hreyfa sig
Fólkið sem erfir landið 12. desember 2018

Skemmtilegast að hreyfa sig

Hanna Dóra er yngst fimm systkina.  Hún býr á Stóra-Ármóti í Flóahrepp þar sem foreldrar hennar eru bústjórar.
 
Hún stundar mikið tónlist og íþróttir og hjálpar stundum við heima í búskapnum. Henni finnst samt skemmtilegast að hreyfa sig og vera með vinum sínum.
 
Nafn: Hanna Dóra Höskuldsdóttir.
 
Aldur: 12 ára.
 
Stjörnumerki: Vog.
 
Búseta: Stóra-Ármót í Flóahreppi.
 
Skóli: Flóaskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og náttúrufræði.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
 
Uppáhaldsmatur: Hamborgar­hryggur.
 
Uppáhaldshljómsveit: Abba og Queen.
 
Uppáhaldskvikmynd: Mamma mia.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég var 4 ára á ættarmóti í fjölskyldunni hans pabba.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfði fimleika í 6 ár en núna æfi ég frjálsar íþróttir. Svo læri ég á þverflautu, piccaloflautu og saxófón og er í lúðrasveit.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Einhvers konar læknir.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í fyrsta sinn í tvöfalt heljarstökk.
 
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór hringinn í kringum landið og um Vestfirðina með pabba, mömmu og systur minni. Svo fórum við í veiðiferð í Veiðivötn með ömmu, afa og systkinum mömmu.
 
Næst » Hanna Dóra skorar á Sigurð Gísla Sverrisson á Kirkjubæjarklaustri að svara næst.
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...