Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Fréttir 9. október 2025

Sauðfé tekið af bónda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Unnið hefur verið að því að taka sauðfé úr vörslu bónda á Hjaltastaðaþinghá vegna slæmrar umgengni. Í byrjun vikunnar fór fjölmennt lið á vegum Matvælastofnunar (MAST) að smala kindunum úr haga.

Ákveðið var í sumar að vörslusvipta bóndann og grípa til aðgerða eftir ítrekaðar ábendingar þess efnis að umhirða í kringum sauðféð væri slæm. Austurfrétt greindi fyrst frá, en fréttastofa RÚV hefur jafnframt tekið málið til umfjöllunar.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar var lögregla höfð til taks á meðan aðgerðir stóðu yfir þar sem samskipti bóndans við starfsmenn MAST hafa verið stirð. Féð verður flutt á öruggan stað á meðan ákveðið verður hvað verður sent í sláturhús og hvaða gripir geta fengið að lifa hjá öðrum bændum.

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali ekki geta tjáð sig um einstaka mál, en staðfestir hins vegar að aðgerðirnar sem greint var frá í Austurfrétt og RÚV hefðu átt sér stað.

Hvað varðar vörslusviptingar almennt segir Hrönn þær alltaf eiga einhvern aðdraganda, sem getur verið lengri eða skemmri. Þá sé ástand dýranna talið svo slæmt að það ógni heilsu þeirra eða lífi að vera áfram við sama aðbúnað.

„Aðferðir Matvælastofnunar byggja á stjórnsýslulögum, þannig að við beitum fyrst vægasta úrræðinu, sem mögulega leiðir til úrbóta. Ef það virkar ekki förum við að þyngja í aðgerðum okkar. Ef ekkert annað bítur er vörslusvipting á búfé síðasta úrræðið sem við beitum,“ segir Hrönn.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...