Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Fréttir 9. október 2025

Sauðfé tekið af bónda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Unnið hefur verið að því að taka sauðfé úr vörslu bónda á Hjaltastaðaþinghá vegna slæmrar umgengni. Í byrjun vikunnar fór fjölmennt lið á vegum Matvælastofnunar (MAST) að smala kindunum úr haga.

Ákveðið var í sumar að vörslusvipta bóndann og grípa til aðgerða eftir ítrekaðar ábendingar þess efnis að umhirða í kringum sauðféð væri slæm. Austurfrétt greindi fyrst frá, en fréttastofa RÚV hefur jafnframt tekið málið til umfjöllunar.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar var lögregla höfð til taks á meðan aðgerðir stóðu yfir þar sem samskipti bóndans við starfsmenn MAST hafa verið stirð. Féð verður flutt á öruggan stað á meðan ákveðið verður hvað verður sent í sláturhús og hvaða gripir geta fengið að lifa hjá öðrum bændum.

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali ekki geta tjáð sig um einstaka mál, en staðfestir hins vegar að aðgerðirnar sem greint var frá í Austurfrétt og RÚV hefðu átt sér stað.

Hvað varðar vörslusviptingar almennt segir Hrönn þær alltaf eiga einhvern aðdraganda, sem getur verið lengri eða skemmri. Þá sé ástand dýranna talið svo slæmt að það ógni heilsu þeirra eða lífi að vera áfram við sama aðbúnað.

„Aðferðir Matvælastofnunar byggja á stjórnsýslulögum, þannig að við beitum fyrst vægasta úrræðinu, sem mögulega leiðir til úrbóta. Ef það virkar ekki förum við að þyngja í aðgerðum okkar. Ef ekkert annað bítur er vörslusvipting á búfé síðasta úrræðið sem við beitum,“ segir Hrönn.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...