Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samson – tómt klúður
Fræðsluhornið 15. febrúar 2017

Samson – tómt klúður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppaf Samson dráttarvélaframleiðandans ná rekja til járnsmiðju í Kaliforníu-ríki sem bar heitið Samson Iron Works. Eftir að járnsmiðjan hóf framleiðslu á dráttarvélum breyttist heitið í Samson Tractor Company.

Framleiðsla á bandarísku Samson dráttarvélum hófst árið 1900 og voru þær framleiddar í tæpan aldarfjórðung eða til ársins 1923.

Nafnið Samson er biblíu­tilvitnun og því ætlað að vitna til um karlmannlegan kraft.

General Motors samsteypan yfirtók reksturinn 1917. Nýju eigendurnir breyttu nafninu í Samson Sieve-Grip Tractor Company og hófu samhliða dráttarvélaframleiðslunni framleiðslu á vöru- og einkabílum undir vörumerki Samson árið 1920.

Samkeppni við Ford

Hugmyndin að baki yfirtöku General Motors á Samson var að fara út í samkeppni við Ford á dráttarvélamarkaði sem framleiddi hin geysivinsæla Fordson traktor.

Eftir kaupin var dráttarvélaverksmiðja Samson tekin í sundur skrúfu fyrir skrúfu og flutt frá Kaliforníu til Wisconsin-ríkis með mikill fyrirhöfn og ærnum kostnaði.

Fyrsti traktorinn sem Samson setti á markað kallaðist Sieve-Grip og náði talsverðri sölu. Traktorinn sem var þungur og klunnalegur var 12 hestöfl og einn gír aftur á bak og áfram. Vélin eins strokka og gekk fyrir bensíni og parafínolíu. Týpu heitið, Sieve-Grip, vísaði til hjólanna sem voru þrjú og úr stáli og hönnuð til að ná sem bestu gripi.

Vöru- og einkabílar

Fyrsti Samson vörubíllinn var settur á markað 1920. Mótorinn var fjögurra strokka, 26 hestöfl og framleiddur af Chervolet. Þrátt fyrir öfluga auglýsingaherferð floppaði Samson vörubíllinn gersamlega og var framleiðslu hans hætt eftir þrjú ár.

Sömu hörmungarsögu er að segja um Samson einkabílinn sem var  markaðssettur sem fyrsti bíllinn sem hannaður var með þarfir bænda í huga. Bifreiðin var kölluð The Whole Family Car og tók níu í sæti. Mótorinn var einnig framleiddur af Chervolet.

Stjórnendur General Motors voru stórhuga í áætlunum sínum og til stóð að framleiða 2.250 árið 2019 og 5.000 árið eftir. Raunin varð aftur á móti sú að aðeins einn, frumgerðin, var framleiddur.

Samson Whole Family Car er eini bíllinn sem Genaral Motors hefur hætt við framleiðslu á áður en hann var settur á markað.

Nokkrar týpur af dráttarvélum

Í framhaldi af fyrstu dráttarvélinni komu nokkrar týpur, Samson Sieve Grip 10-25 sem var skráður 10 til 25 hestöfl og í kjölfarið Samson Sieve Grip Model 30X og Samson Model S-25.

Samson Model M var fjögurra hjóla og segir sagan að meðan á framleiðslu þessarar týpu stóð hafi tíu slíkir verið framleiddir á dag. Upprunalegt verð var 650 bandaríkjadalir og ekki nóg til að skila hagnaði af framleiðslunni. Verðið var fljótlega hækkað í 840 dali en við það varð dráttarvélin of dýr og fyrir vikið ekki samkeppnisfær á markaði.

Síðasta dráttarvélin sem var framleidd undir vörumerki Samson var Model D „Iron Horse“. Model D var með fjögurra strokka Chervolot mótor. Járnhesturinn var án ökumannssætis og gekk stjórnandinn aftan við traktorinn og stjórnaði honum þaðan. 

Framleiðslu á Samson dráttarvélum, vöru- og einkabílum, var hætt árið 1923. Endanlegt tap General Motors á yfirtökunni á Samson er sagt hafa verið 33 milljónir bandaríkjadalir sem er mikið fé í dag en var talsvert meira á þriðja áratug síðustu aldar. 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Samson

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...