Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Veiða má 800 hreindýr í ár.
Veiða má 800 hreindýr í ár.
Mynd / Sead Dedic
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi fjöldi er með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum.

Tafla yfir dýrafjölda pr. svæði.
Umhverfisstofnun

Flest dýr má fella á svæði 1 en fæst á svæði 8. Gjald fyrir veiðileyfi í ár er 193 þ.kr. fyrir tarf og 110 þ.kr. fyrir kú.

Fækkun veiðiheimilda um 101 dýr frá fyrra ári er sögð stafa fyrst og fremst af skorti á gögnum um vöxt og viðkomu hreindýrastofnsins árið 2023 í kjölfar hörmulegs banaslyss sem varð við hreindýratalningar þegar flugvél fórst í Sauðárhlíðum í júní það ár.

Takmarkanir og tilmæli

Veiðitími hreindýratarfa er frá miðjum júlí til miðs september en til 1. ágúst ekki heimilt að veiða tarfa séu þeir í fylgd með kúm og ef veiðarnar trufla kýr og kálfa í sumarbeit.

Veiðitími kúa er frá ágústbyrjun til og með 20. september en þeim tilmælum beint til veiðimanna að forðast í lengstu lög að fella mylkar kýr með kálfa og beina veiðum að geldkúm. Er þessum tilmælum ætlað að draga úr áhrifum veiða á kálfa og stuðla að því að þeir verði ekki móðurlausir fyrir 12 vikna aldur. Ekki er heimilt að veiða kálfa.

Jafnframt eru veturgamlir tarfar alfriðaðir og veiðar miðast því við tveggja vetra tarfa og eldri.

Mynd af veiðisvæði hreindýra.
Náttúrust.Aust.

Á vef Umhverfisstofnunar, sem sér um sölu veiðileyfa, segir að í því skyni að draga úr líkum á að hreindýr á veiðisvæði 9 leiti milli sauðfjárveikivarnahólfa yfir í Öræfasveit skuli eftir fremsta megni reynt að veiða sem stærstan hluta kvótans vestast á svæðinu í Suðursveit. Tilmælunum sé einnig ætlað að stuðla að fækkun hreindýra sem gengið hafa á Breiðamerkursandi og valdið þar skemmdum á viðkvæmum gróðri

Námskeið í uppnámi

Samkvæmt lögum má ekki veiða hreindýr nema í fylgd leiðsögumanns og enginn má taka að sér leiðsögn nema með leyfi frá Umhverfisstofnun. Námskeið fyrir leiðsögumenn var síðast haldið árið 2011.

Slíkt námskeið var fyrirhugað í febrúar og auglýst pláss fyrir 30 þátttakendur, deilt á veiðisvæðin níu, en 100 manns sóttu um.

Við val á námskeiðið átti samkvæmt auglýsingu að horfa til nokkurra þátta; þörf eftir nýjum leiðsögumönnum á ákveðin veiðisvæði, veiðireynslu umsækjenda og meðmæla frá starfandi leiðsögumönnum.

Deilur hafa verið um þessa tilhögun og heimild Umhverfisstofnunar til að sía inn á námskeiðið og er það því í biðstöðu uns úr þessu fæst skorið hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...