Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Réttlætismál
Skoðun 10. október 2016

Réttlætismál

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjármálaráðherra kynnti á dögunum samkomulag um nýtt samræmt lífeyriskerfi þar sem allt launafólk nýtur sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði.
 
Þetta eru sannarlega mikil tíðindi og stórt skref í að einfalda kerfi sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Það er algjörlega óþolandi að hér á landi búi í raun tvær þjóðir í lífeyrislegu tilliti. Þeir sem eru tyggðir í bak og fyrir með bæði belti og axlabönd í faðmi ríkisins og svo almennir launþegar sem búið hafa við mun lakari lífeyrisréttindi. Sá stóri hópur hefur auk þess mátt þola verulegar skerðingar á sínum réttindum frá efnahagshruninu 2008, en hinir ekki. 
 
Hluti þátttakenda í samkomulaginu virðist þó hafa fengið bakþanka um að þurfa að yfirgefa öryggið í faðmi ríkisins sem aðeins sumir launþegar hafa aðgang að. Í samkomulaginu segir:
  • Launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð.
  • Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda
  • Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðarskuldbindingum.
  • Breytingarnar taka til A-deildar LSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) og Brúar (Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga). Um 35.000 manns greiða í þessa tvo sjóði.
Miðað er við að eftir breytingarnar búi allir við sama fyrirkomulag í lífeyrismálum og geti fært sig milli lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á réttindi þeirra.
 
Það er vonandi að farsæl lending náist  í þessu máli, en meira þarf að gera til að jafna stöðu lífeyrisþega.
Stjórnmálamenn tala oft digurbarkalega um að verið sé að afnema skerðingar á aldraða og öryrkja, bæði vegna vinnu og eins vegna áunninna lífeyrisréttinda gagnvart Tryggingastofnun. Það er samt eins og það sé sjálfsagður hlutur að krukkað sé í áunnin lífeyrisréttindi sem liggja í söfnunarsjóðum lífeyrissjóðanna. Menn verða að fara að átta sig á að lífeyrissjóðirnir eru alfarið í eigu launþega en ekki ríkissjóðs. 
 
Sá lífeyrir sem fólk er þar að safna sér á aldrei að koma til skerðingar á lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun. Í dag er það þannig að áratugasöfnun launþega í lífeyrissjóði kemur þeim að mjög óverulegu leyti til góða. Sú uppsöfnun er hirt af fólki með botnlausum skerðingum. Að auki er það sem eftir stendur af inneign gert upptækt við andlát. Ef menn ætla að halda þessu svona áfram, þá hlýtur að vera réttmæt krafa að skylduaðild að lífeyrissjóðum verði afnumin nú þegar. 
 
Þá er lífeyrisþegum, að meðtöldum öryrkjum, harðlega refsað í núverandi kerfi ef þeir svo mikið sem reyna að afla sér einhverra aura til að bæta sín lífsgæði. Fyrst kemur hægri krumla ríkisins og tekur helminginn í skatt og síðan kemur vinstri krumlan og skerðir greiðslur frá Tryggingastofnun á móti restinni af laununum. Af hverju í fjáranum er þetta ekki lagfært? 
 
Það dugar ekki að tuða um þetta á þingi kjörtímabil eftir kjörtímabil, það þarf aðgerðir! Ef stjórnmálamenn treysta sér ekki til þess, þá eiga þeir ekkert erindi á Alþingi Íslendinga. 
Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi