Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði.
Mynd / MÞÞ
Líf&Starf 10. maí 2016

Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þriggja manna rannsóknarteymi við Háskólann á Akureyri hefur hlotið tæplega 1,4 milljóna króna styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að kanna framleiðslu á etanóli úr rabarbara. 
 
Hópinn skipa þau Jóhann Örlygsson, prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri, Sean Scully og Eva María Ingvadóttir.  Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda, sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði.
 
Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði. 
 
Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er framleiðsla annarrar kynslóðar lífetanóls úr ónýtum lífmassa sem til fellur við rabarbararækt á Íslandi, lífmassinn sem um ræðir eru rabarbarablöðkur. Úr þeim má framleiða etanól með hitakærum, loftfirrtum bakteríum sem hafa verið einangraðar úr íslenskum hverum og eru hluti af stofnasafni Háskólans á Akureyri. Hæfni þessara baktería til að brjóta niður t.d. gras og hamp hefur þegar verið rannsökuð og hafa þær gefið háar etanólheimtur.
 
Þau Jóhann, Sean og Eva María  eru þegar byrjuð á rannsókn sinni en áætlað er að henni ljúki í haust. Þau segja að helsti ávinningur rannsóknarinnar verði nýting á og verðmætasköpun úr lífmassa sem til fellur við íslenskan landbúnað sem annars er ónýttur. Einnig skapist frekari þekking á hæfni etanólframleiðandi örvera til að brjóta niður flókinn lífmassa sem fellur til við íslenskan landbúnað. 
 
Vilja auka landsframleiðslu á rabarbara
 
Rabarbari hefur verið ræktaður hér á landi síðan á seinni hluta 19. aldar, eftir að hann barst til Norðurlanda frá Asíu. Hér á landi hefur skipulögð ræktun m.a. farið fram við Hólavatn í Eyjafirði frá sumrinu 2011, en þá setti Edda Kamilla Örnólfsdóttir niður tvö rabarbarayrki, breskt og þýskt, á um hálfan hektara lands. Breska yrkið hefur einnig verið ræktað á Löngumýri á Skeiðum í Árnessýslu.
 
Langtímamarkmið rabarbarabóndans Eddu Kamillu er að stofna rabarbaraverksmiðju með það að leiðarljósi að auka landsframleiðslu, minnka innflutning og hefja útflutning á íslenskum rabarbara.  Hugmyndin skilaði henni öðru sæti á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri fyrir réttu ári.
 
Blaðkan gott dæmi um ónýttan lífmassa
 
Stilkur rabarbarans hefur fram til þessa verið nýttur til manneldis en blöðkunum verið fleygt, en í einhverjum tilfellum hefur sýruinnihald hennar verið borið á ræktarland sem náttúrulegt illgresiseitur.  
 
Blaðkan er gott dæmi um ónýttan lífmassa sem til fellur við íslenskan landbúnað, en gæti hentað til rannsókna sem uppspretta annarrar kynslóðar lífetanóls. Munurinn á fyrstu og annarri kynslóð er sá að í fyrrnefnda ferlinu er einfaldur lífmassi notaður á meðan flókinn lífmassi, svonefndur lignósellulósi, er notaður í þeim síðari. Í því ferli er oft notaður landbúnaðarúrgangur sem ekki er í beinni samkeppni við almenna matarframleiðslu.
 
Um 150 bakteríur í stofnsafni
 
Jóhann Örlygsson og rannsóknarteymi hans við Háskólann á Akureyri hefur undanfarinn áratug kannað framleiðslu á etanóli og öðrum alkóhólum úr flóknum lífmassa á borð við gras og hamp, með hjálp gerjandi örvera, en þetta hefur verið hans meginviðfangsefni.  Í stofnasafni etanólframleiðandi baktería við HA eru nú um 150 bakteríur og hafa margar þeirra sýnt góðar etanólheimtur úr flóknum lífmassa. 
 
„Sú aukning sem orðið hefur á styrk koltvísýring í andrúmslofti frá upphafi iðnbyltingar og áhrif hennar á hlýnun jarðar er flestum kunnug, áratuga brennsla kolefnaríks jarðefnaeldsneytis hefur skapað þörf fyrir aðra og umhverfisvænni orkugjafa,“ segir Jóhann.  
 
Vitundarvakning
 
Hann bendir á að hér á landi hafi vitundarvakning orðið í þessum málaflokki og hún orðið til þess að nokkur fyrirtæki á þessu sviði hafa verið stofnuð. Þar má nefna Orkey, sem framleiðir lífdísil úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu og Metan, dótturfyrirtæki Sorpu, sem sér um framleiðslu úr metangasi og þróun á umhverfisvænum orkugjöfum. Vistorka á Akureyri fellur einnig undir þennan hóp, en félaginu er ætlað að stuðla að framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis á Eyjafjarðarsvæðinu. 

9 myndir:

Skylt efni: rabarbari

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi