Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði.
Mynd / MÞÞ
Fólk 10. maí 2016

Rannsakar framleiðslu á etanóli úr rabarbara

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þriggja manna rannsóknarteymi við Háskólann á Akureyri hefur hlotið tæplega 1,4 milljóna króna styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að kanna framleiðslu á etanóli úr rabarbara. 
 
Hópinn skipa þau Jóhann Örlygsson, prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri, Sean Scully og Eva María Ingvadóttir.  Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda, sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði.
 
Verkefnið er unnið í samstarfi við Eddu Kamillu Örnólfsdóttur rabarbarabónda sem ræktar rabarbara við Hólavatn í Eyjafirði. 
 
Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er framleiðsla annarrar kynslóðar lífetanóls úr ónýtum lífmassa sem til fellur við rabarbararækt á Íslandi, lífmassinn sem um ræðir eru rabarbarablöðkur. Úr þeim má framleiða etanól með hitakærum, loftfirrtum bakteríum sem hafa verið einangraðar úr íslenskum hverum og eru hluti af stofnasafni Háskólans á Akureyri. Hæfni þessara baktería til að brjóta niður t.d. gras og hamp hefur þegar verið rannsökuð og hafa þær gefið háar etanólheimtur.
 
Þau Jóhann, Sean og Eva María  eru þegar byrjuð á rannsókn sinni en áætlað er að henni ljúki í haust. Þau segja að helsti ávinningur rannsóknarinnar verði nýting á og verðmætasköpun úr lífmassa sem til fellur við íslenskan landbúnað sem annars er ónýttur. Einnig skapist frekari þekking á hæfni etanólframleiðandi örvera til að brjóta niður flókinn lífmassa sem fellur til við íslenskan landbúnað. 
 
Vilja auka landsframleiðslu á rabarbara
 
Rabarbari hefur verið ræktaður hér á landi síðan á seinni hluta 19. aldar, eftir að hann barst til Norðurlanda frá Asíu. Hér á landi hefur skipulögð ræktun m.a. farið fram við Hólavatn í Eyjafirði frá sumrinu 2011, en þá setti Edda Kamilla Örnólfsdóttir niður tvö rabarbarayrki, breskt og þýskt, á um hálfan hektara lands. Breska yrkið hefur einnig verið ræktað á Löngumýri á Skeiðum í Árnessýslu.
 
Langtímamarkmið rabarbarabóndans Eddu Kamillu er að stofna rabarbaraverksmiðju með það að leiðarljósi að auka landsframleiðslu, minnka innflutning og hefja útflutning á íslenskum rabarbara.  Hugmyndin skilaði henni öðru sæti á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri fyrir réttu ári.
 
Blaðkan gott dæmi um ónýttan lífmassa
 
Stilkur rabarbarans hefur fram til þessa verið nýttur til manneldis en blöðkunum verið fleygt, en í einhverjum tilfellum hefur sýruinnihald hennar verið borið á ræktarland sem náttúrulegt illgresiseitur.  
 
Blaðkan er gott dæmi um ónýttan lífmassa sem til fellur við íslenskan landbúnað, en gæti hentað til rannsókna sem uppspretta annarrar kynslóðar lífetanóls. Munurinn á fyrstu og annarri kynslóð er sá að í fyrrnefnda ferlinu er einfaldur lífmassi notaður á meðan flókinn lífmassi, svonefndur lignósellulósi, er notaður í þeim síðari. Í því ferli er oft notaður landbúnaðarúrgangur sem ekki er í beinni samkeppni við almenna matarframleiðslu.
 
Um 150 bakteríur í stofnsafni
 
Jóhann Örlygsson og rannsóknarteymi hans við Háskólann á Akureyri hefur undanfarinn áratug kannað framleiðslu á etanóli og öðrum alkóhólum úr flóknum lífmassa á borð við gras og hamp, með hjálp gerjandi örvera, en þetta hefur verið hans meginviðfangsefni.  Í stofnasafni etanólframleiðandi baktería við HA eru nú um 150 bakteríur og hafa margar þeirra sýnt góðar etanólheimtur úr flóknum lífmassa. 
 
„Sú aukning sem orðið hefur á styrk koltvísýring í andrúmslofti frá upphafi iðnbyltingar og áhrif hennar á hlýnun jarðar er flestum kunnug, áratuga brennsla kolefnaríks jarðefnaeldsneytis hefur skapað þörf fyrir aðra og umhverfisvænni orkugjafa,“ segir Jóhann.  
 
Vitundarvakning
 
Hann bendir á að hér á landi hafi vitundarvakning orðið í þessum málaflokki og hún orðið til þess að nokkur fyrirtæki á þessu sviði hafa verið stofnuð. Þar má nefna Orkey, sem framleiðir lífdísil úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu og Metan, dótturfyrirtæki Sorpu, sem sér um framleiðslu úr metangasi og þróun á umhverfisvænum orkugjöfum. Vistorka á Akureyri fellur einnig undir þennan hóp, en félaginu er ætlað að stuðla að framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis á Eyjafjarðarsvæðinu. 

9 myndir:

Skylt efni: rabarbari

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...