Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Pistlahöfundur telur að bændur geti vel komið að innviðauppbyggingu á vegum ríkisins.
Pistlahöfundur telur að bændur geti vel komið að innviðauppbyggingu á vegum ríkisins.
Mynd / BBL
Skoðun 27. september 2017

Ræðum lausnir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Erfiðleikar verða aldrei að vandamálum nema menn gefist upp við að finna lausn á þeim. Þannig er það líka með það sem kallað hefur verið vandi sauðfjárbænda. Sama á við í öðrum greinum, eins og í heilbrigðisgeiranum, samgöngumálum, fjármálum ríkisins og ótal öðrum greinum. 
 
Ómældum  lengdarmetrum af texta er þrykkt á blað á hverjum einasta degi þar sem fjargviðrast er um allt sem aflaga fer. Málum velt á alla kanta, ómældum tíma eytt í ljósvakamiðlum, á Alþingi og í stofnunum, í umræður um vandamál í stað þess að nota alla orkuna í að finna lausnir. Þannig þvælast menn hver fyrir öðrum daginn inn og daginn út í umræðum sem engu skila, nema helst auknum kostnaði samfélagsins og misskilningi sem síðan er japlað á í erlendum fjölmiðlum.  
 
Ef menn hefðu t.d. hugsað aðeins hvað menn voru að gera þegar ákveðið var að skríða fyrir Evrópusambandinu og Nato í málefnum Úkraínu, þá hefði markaður fyrir kjöt og fisk aldrei lokast í Rússlandi. Sú pólitíska ákvörðun að sýna sérstaka staðfestu gagnvart Rússum í þágu ESB og Nato er búið að kosta íslenskan sjávarútveg og landbúnað gríðarlegar upphæðir. Svo eru sömu pólitíkusar að furða sig á því að það þurfi kannski að koma til móts við þá sem þar hafa mestu tapað.
 
Margvíslegar rangar ákvarðanir hafa líka örugglega oft verið teknar í gegnum tíðina við mótun stefnu í íslenskum landbúnaði. Það þýðir þó ekki að sjálfsagt sé að kollvarpa því öllu í einu vetfangi með röngum ákvörðunum í allt aðra átt. Tillögur sem miða að samdrætti í sauðfjárrækt með því helst að lokka nýliða út úr greininni með opinberu fé, felur í sér dauða heilu samfélaganna og gríðarlega samfélagslega sóun verðmæta. 
 
Ef menn vilja skilyrða stuðning við bændur, væri þá ekki nær að gera það með uppbyggilegum skilyrðum, t.d. um skógrækt til bindingar á kolefni allri þjóðinni til hagsbóta? Þannig væru menn alla vega að styrkja viðkvæmar byggðir um leið í stað þess að setja þær í uppnám. Síðan mætti setja á blað hugmyndir hvernig skynsamlegast væri að standa að sauðfjárrækt í framtíðinni. 
 
Bændur hafa til að bera mikið verksvit og víðtæka þekkingu á ýmsum sviðum. Þá eru þeir líka flestir vel tækjum búnir. Væri ekki í lófa lagið að ríkið nýtti sér þá augljósu kosti með því að auka þátttöku þeirra í innviðauppbyggingu á vegum ríkisins sem hvort sem er þarf að framkvæma? Bændur gæti t.d. vel komið í auknum mæli að uppbyggingu vegakerfisins, viðhaldi og snjómokstri. Einnig að uppbyggingu á fjarskiptum og fleiri þáttum. Allt myndi það hjálpa til að skjóta fleiri stoðum undir viðkvæm samfélög í dreifbýlinu. 
 
Umræður um kjötfjallið ógurlega hafa tröllriðið fjölmiðlum undanfarnar vikur. Engu var líkara í þeirri umræðu en að hætta væri á að þjóðin væri um það bil að kaffærast undir hamfaraskriðuföllum kjötskrokka úr þessu svakalega fjalli. Þeir sem hæst hafa talað í þeim efnum töluðu líka um það fyrir ekki svo mörgum misserum hvað bændur væru duglausir vesalingar vegna þess að þeir gætu ekki framleitt nóg af kjöti. Voru þau rök þá notuð óspart til að tala fyrir afléttingu tolla til að stórauka innflutning vegna skorts á kjöti.  
 
Ef litið er yfir sviðið í dag, þá er margt orðið öðruvísi en ætlað var í vor. Kjötfjallið ógurlega, sem allt ætlaði að drepa og tröllreið umræðunni finnst vart lengur á kortinu. Það er nú ekki skelfilegra en Himmelbjerget í Danmörku eða Breiðholtið í Reykjavík. Ótti sláturleyfishafa um að ekki sé hægt að koma kjötinu í verð virðist því orðinn ástæðulaus og lækkun afurðaverðs sömuleiðis. 
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...