Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráða verður bót á stjórnlausri för ferðamanna um eignarlönd
Mynd / BBL
Fréttir 27. apríl 2017

Ráða verður bót á stjórnlausri för ferðamanna um eignarlönd

Höfundur: HP
Á aðalfundi Landssamtaka landeigenda, sem haldinn var í Reykjavík nýlega, kom fram að ágangur ferðaþjónustufyrirtækja á eignarlönd hafi valdið verulegum spjöllum og landnauð. Brýnt sé að koma í veg fyrir stjórnlausan yfirgang ferðamanna á landi.
 
Formaður Landssamtaka landeigenda, Örn Bergsson, leggur áherslu á að ráða verði bót á stjórnlausri för ferðamanna um eignarlönd með tilheyrandi landspjöllum og sóðaskap.
 
Örn lagði áherslu á fernt í ræðu sinni til félagsmanna sem mikilvægt væri að tekið yrði föstum tökum sem allra fyrst, ágangi ferðafólks á land, jarðasöfnun erlendra aðila, sameignarvanda sem skapist þegar jörð er í eigu margra aðila og þjóðlendumálið. Um ágang ferðamanna sagði Örn meðal annars:  
 
„Á síðustu árum hefur koma erlendra ferðamanna margfaldast og er það jákvætt að mörgu leyti.
Ferðaþjónusta hefur bjargað byggð víða í sveitum landsins. Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgrein Íslendinga. Náttúran á sér sjaldnast sérstakan málsvara nema í þeim tilvikum sem hún er í eigu einhvers. Íslenskar náttúruperlur eru að verða fyrir óafturkræfum spjöllum og landánauð vegna ágangs ferðaþjónustufyrirtækja og fólks á þeirra vegum sem skella skollaeyrum við spjöllunum. Gjaldtaka á ferðamannastöðum er eitur í beinum ferðaþjónustufyrirtækja sem vísa í hinn svokallaða almannarétt og frjálsa för fólks um landið. Margir landeigendur velta því fyrir sér „hver er réttur minn til að vernda land mitt fyrir ágangi og óafturkræfum spjöllum?“ 
 
„Almannaréttur“ veitir ekki ótakmarkaðan rétt í eignarlöndum
 
Örn taldi af og frá að „almannaréttur“ í landslögum gæfi fólki rétt á að fara um eignarlönd án leyfis og vísaði til greinargerðar sem Óðinn Sigþórsson vann fyrir samtökin þar sem svo víðtæk túlkun á hugtakinu er talin fráleit. Um þjóðlendumálið sagði Örn meðal annars:  
 
„Þjóðlendumálið heldur áfram með hraða snigilsins um landið. Í haust birti Óbyggðanefnd úrskurð sinn í Borgarfirði. Stór landsvæði voru úrskurðuð eignarlönd, s.s. Arnarvatnsheiði og Geitland. 
 
Misheppnaður hælkrókur
 
Geitlandið á sér merkilega sögu vegna skotveiðidóms þar sem skotveiðimaður var sýknaður vegna veiða í heimildarleysi innan eignarlanda.  Nú hafa úrskurðir eða dómar fallið á 3 af þeim 4 landsvæðum sem svo háttaði til um og er niðurstaðan sú að um eignarlönd sé að ræða í öllum tilvikum. Fjórði dómurinn var um skotveiðar á Hundadalsheiði og því aðeins eftir að úrskurða um Hundadalsheiðina í Dalasýslu en það mál er nú í rekstri fyrir Óbyggðanefnd. Því má segja að sá hælkrókur sem átti að setja á landeigendur með skotveiðidómunum hafi misheppnast og þeir sem fyrir því stóðu fallið á eigin bragði. Að öðru leyti verður að segja um niðurstöðu Óbyggðanefndar að þar má finna dæmi sem orka tvímælis þegar landið er úrskurðað þjóðlenda.  Það er ekki nýtt að landeigendur standi frammi fyrir þeirri stöðu og ekki er ljóst hvort einhverjum málum þar verður áfrýjað til dómstóla. Óbyggðanefnd hefur tekið til umfjöllunar  Dalasýslu og hefur fjármálaráðherra lýst kröfum á því svæði. Að því loknu er eftir að taka til meðferðar Snæfellsnes, Vestfirði, Strandir og Austfirði.“ 
 
Örn Bergsson formaður Lands­samtaka landeigenda.  Mynd / HKr.
Örn vakti athygli á erfiðu vandamáli landeigenda þegar eigendur lands séu ekki sammála um nýtingu þess. Bagalegt sé þegar tiltölulega lítill minnihluti eigenda geti sett meirihluta stólinn fyrir dyrnar og komið í veg fyrir arðbæra nýtingu. Nálgast þyrfti úrlausn með því að gætt yrði eignarréttarhagsmuna beggja aðila, ef til vill með því að laga ákvæði jarðalaga og e.t.v. landskiptalaga.
 
Bændablaðið hefur áður vakið athygli á sjónarmiðum formanns samtakanna um stórfelld uppkaup erlendra aðila á fjölda jarða í byggðarlögum, sem hann fordæmdi og kallaði eftir skjótum aðgerðum stjórnvalda á því vandamáli. 
 
Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...