Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Gæludýraeigendur geta keypt fóður þar sem próteinið er fengið úr skordýrum.
Gæludýraeigendur geta keypt fóður þar sem próteinið er fengið úr skordýrum.
Mynd / Ayla Verschueren
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolefnisspor en hefðbundinn gæludýramatur með dýrapróteini.

„Hundarnir munu ekki ofhugsa þetta,“ segir Anne Carlsson, forstjóri Jiminy‘s, sem framleiðir hundamat úr skordýrum, í samtali við New York Times. Hún telur þetta góða leið til að auka framleiðslu á próteini úr skordýrum, enda sé hundum sama hvort maturinn sé úr nautakjöti eða engisprettum. Samkvæmt rannsóknum ber framleiðsla þurrmetis fyrir hunda og ketti ábyrgð á einu til þremur prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Hundar geta því verið með umtalsvert kolefnisspor.

Þó svo að ýmislegt bendi til þess að prótein úr skordýrum sé af miklum gæðum, auðmeltanlegt og bragðgott, er enn þörf á rannsóknum til að staðfesta fullyrðingar um að fóðrið hafi þau heilsubætandi áhrif sem framleiðendur halda fram. Í nýlegri rannsókn kom fram að næringargildi í gæludýrafóðri úr skordýrum var oft vitlaust skráð og gjarnan var skortur á nauðsynlegum næringarefnum.

Skylt efni: Pöddur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...