Pöddur í hundamat
Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolefnisspor en hefðbundinn gæludýramatur með dýrapróteini.
Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolefnisspor en hefðbundinn gæludýramatur með dýrapróteini.
Það er með ólíkindum hvað mörgum er illa við pöddur hvaða nafni sem þær nefnast. Köngulær, geitungar, blaðlýs, ranabjöllur, humlur og svo ég tali nú ekki um snigla.