Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ólöglegir „Skutlarar“ auglýsa sprúttsölu á Facebook
Fréttir 22. júní 2016

Ólöglegir „Skutlarar“ auglýsa sprúttsölu á Facebook

Það hefur vakið athygli margra á liðnum misserum að hér á landi skuli þrífast starfsemi sem auglýst er á Facebook undir heitinu „Skutlarar“ og býður fólki skutl með einkabílum gegn greiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Ökuskólanum í Mjódd er slík starfsemi ótvírætt ólögleg. 
 
Mörgum þykir þessi starfsemi sniðug og saklaus, þar sem hún geti tryggt fólki skutl á milli staða í höfuðborginni fyrir mun lægra gjald en þekkist hjá leigubílastöðvunum. Þótt mörgum þyki þetta saklaus iðja, er ekki víst að allir geri sér grein fyrir að svo er alls ekki.
 
Starfsemi af þessu tagi getur falið í sér brot á mörgum lagagreinum. Sem dæmi eru viðkomandi ekki að borga nein leyfisgjöld, enga skatta eða neitt annað af starfseminni og fæstir hafa trúlega tilskilin ökuréttindi til að aka með farþega gegn gjaldi. Þá hlýtur einnig að orka tvímælis hvar ökumaður og farþegar standa lagalega ef þeir lenda í slysi ef það sannast að ferðamátinn hafi verið með þessum hætti. 
Þá vekur einnig athygli í þessu samhengi að á þessari Skutlara-síðu má sjá ýmis nöfn sem gert hafa sig gildandi á vefsíðum í hneykslan yfir því að ýmsir fjármálamenn hafi verið að stunda það að lauma fjármunum úr landi í svokölluð skattaskjól til að komast hjá því að borga hér skatta og gjöld til samfélagsins. Skilaboðin þeirra eru þá væntanlega að það sé allt í lagi að stela frá samfélaginu, bara ef það hentar sumum.
 
Líka stunduð „sprúttsala“ í skutlinu
 
Leigubílstjórar hafa ítrekað kvartað undan þessari starfsemi sem oft er talsvert áberandi um helgar. Telja þeir mikla hagsmuni í húfi þar sem verið sé að taka frá þeim atvinnu sem þeir hafa lagt umtalsverða fjármuni í að fá lögleg réttindi til að stunda. Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að leigubílstjórar hafi komið ábendingum um þessa starfsemi til lögreglu, en þrátt fyrir það virðist ekkert lát vera á tilboðum á Facebook um slíka þjónustu. Það sem meira er að þar er líka verið að bjóða áfengi til sölu sem flokkast undir það sem áður var gjarnan nefnt „sprúttsala“. Dæmi um slíkt er algengt að sjá eins og þetta:
 
„Er á ferðinni er líka með bjór pm.“
 
„Er á ferðinni með ískaldan bjór,“ og uppgefið er símanúmer viðkomandi.  
 
 
Svo er líka dæmi um útsölu á áfengi:
 
„Er með Peachtree ferskjulíkjör 20% á aðeins 5000 kr. Líter flaska, ódýrara en í ríkinu. Langar endilega að losna við þetta, sendið tilboð í skilaboðum.“
 
Einum ofbýður þó áfengisauglýsingarnar á Skutlinu, en auglýsir sjálfur að geta útvegað aðgengi að því sem hann kallar „Vínbúðin“ og á þar væntanlega ekki við ÁTVR og skrifar:
 
„Vinsamlegast reynið að halda áfengissölunni í þar til gerðum grouppum. Getið sent á mig pm & friend request ef þið viljið aðgang að Vínbúðinni.“ 
 
Þá eru greinilega sumir að lána farþegum fyrir gjaldinu og var einn að kvarta yfir því að maður með ákveðið símanúmer hafi lofað að borga um mánaðamót. Nánari deili eru gefin á viðkomandi, „... sem hafi verið að heimsækja kærustuna , sem býr innst í…“
 
Bannað er að selja áfengi án leyfis ÁTVR
 
Vart þarf að taka fram að samkvæmt lögum er öll sala á áfengi bönnuð nema með tilskildum leyfum. Samkvæmt lögum um verslun með áfengi og tóbak frá 2011 segir í III kafla 7. gr. að ÁTVR hafi einkaleyfi til að selja og afhenda áfengi í smásölu, sbr. 10. gr. áfengislaga. Um endursölu áfengis hjá vínveitingahúsum fer eftir ákvæðum sérlaga. Þá segir í áfengislögum frá 1998 að; „öðrum en þeim sem hafa til þess leyfi skv. 3. gr. [laga þessara og III. kafla laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald]1) er óheimilt að veita, selja eða láta af hendi áfengi til annarra gegn gjaldi eða öðru verðmæti.
 
Það varðar mann refsingu samkvæmt lögum þessum láti hann viðgangast ólöglegan tilbúning áfengis, ólöglega sölu eða geymslu þess í húsum sínum eða á landi sínu. Sama gildir ef skip hans, bátur eða annað flutningstæki er með vitund og vilja hans notað til geymslu, flutnings eða sölu ólöglegs áfengis. Með sama hætti skal refsa þeim sem hefur áfengi í vörslu sinni sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum laga þessara.
 
Réttinda og leyfis krafist til að aka farþegum gegn gjaldi
 
Til að stunda leigubílaakstur á Íslandi eða annan akstur með farþega gegn gjaldi, þarf að hafa tilskilin réttindi skráð í ökuskírteini. Sömuleiðis þarf heimild Samgöngustofu sem gefur út leyfi til slíkrar starfsemi. Þá þurfa allar tryggingar að vera í lagi gagnvart þeim sem ekið er með. 
 
Til að öðlast réttindi til aksturs farþega gegn gjaldi þarf að undirgangast námskeið og próf í ökuskóla og þarf viðkomandi að vera orðinn 20 ára. Öðruvísi er ekki hægt að fá heimild Samgöngustofu fyrir slíka starfsemi. 
 
Námskeið og réttindaöflun kosta hundruð þúsunda króna
 
Í fyrsta lagi er um að ræða námskeið sem veitir réttindi til aksturs 1–8 farþega gegn gjaldi. Hjá Ökuskólanum í Mjódd kostar slíkt námskeið 140.000 kr. Ef maður með fyrrnefnd réttindi vill síðan stunda afleysingaakstur fyrir annan handhafa leyfis þá kostar það 39.500 krónur til viðbótar. Til að frá leyfi fyrir  akstur á litlum rútum, 9–16 farþega, þarf svo annað námskeið sem kostar 208.000 kr. og próf á stórar rútur kostar 325.000 kr. Hægt er að fá réttindi á allar stærðir bifreiða, þar með taldar stórar rútur og vörubifreiðar með aftanívagna, og kostar slíkur pakki með afslætti 527.000 kr. 
 
Það er því deginum ljósara að löggjafarvaldið gerir skýrar kröfur um að fólk sem hyggst aka með farþega og taka fyrir það gjald, þarf að hafa tilskilin leyfi og réttindi. 

4 myndir:

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...