Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Newman – „fútúrískir” framtíðartraktorar
Á faglegum nótum 10. nóvember 2017

Newman – „fútúrískir” framtíðartraktorar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í lok seinni heim­s­styrjaldar­innar hófst mikið uppbyggingar­­skeið og þörf skapaðist fyrir landbúnaðar­tæki af öllum stærðum og gerðum til matvæla­framleiðslu og fjöldi fyrirtækja sá hag sinn í framleiðslu þeirra.

Newmans og synir var stofnað árið 1923 til að framleiða lamir og lokur fyrir glugga og hurðir. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar urðu eigendaskipti á fyrirtækinu og nýir eigendur juku við framleiðsluna og hófu framleiðslu á 25 hestafla rafmagnsmótorum. Aftur urðu eigendaskipti 1944 og við framleiðsluna bættist framleiðsla á pumpum, keðjum, kúlulegum, járnsteypumótum, rofum og plógblöðum.


Fyrsti Newman-inn

Eftir lok seinni heimsstyrjaldar­innar sá fyrirtækið tækifæri í framleiðslu á dráttarvélum í yfirgefinni vopnaverksmiðju í heimasveit sinni, Grantham í Lincoln-skíri á Englandi. Árið 1948 setti það fyrsta traktorinn undir heitinu Newman á markað. Fyrsta týpan sem kallaðist C hafði þótt einfaldur að allri gerð og eins strokka. Traktorinn var þriggja hjóla, eitt að framan en tvö að aftan, og hægt var stilla hjólabilið að aftan fyrir misbreiðar plógraðir. Slíkt þótti nýlunda á þeim tíma, þrátt fyrir að slíkt þekktist hjá bæði Ferguson og Fordson. Þrátt fyrir að C-týpan hafi reynst ágætlega var framleiðslu hennar fljótlega hætt.


Newman AN3

Í kjölfar týpu C setti Newman á markað dráttarvél, árið 1949, sem kallaðist AN3. Sá traktor var 11 hestöfl, fjögurra strokka, þrír gírar áfram og einn aftur á bak. AN3 týpan var lítil og létt dráttarvél sem þótti mjög nýtískuleg í útliti.

Hún var á þremur gúmmí­hjólum og allar línur ávalar og mjúkar og var einkennislitur þeirra appelsínugulur.

Newman AN3 þóttu afbragðs góðar dráttarvélar til síns brúks, léttar í stýri og meðfærilegar, en verðið óheyrilega hátt. Árið 1949 var vélin verðlögð á 240 pund en Fordson E27N, sem var þrisvar sinnum aflmeiri á 226 pund. Valið vafðist því sjaldan fyrir mönnum og Newman varð undir í samkeppninni vegna verðsins en ekki gæðanna.

Framleiðslu Newman dráttarvéla var því hætt snemma á sjötta áratug síðustu aldar.

Reksturinn heldur áfram

Þrátt fyrir að framleiðsla Newman dráttarvéla hafi ekki verið fjárhagslega hagkvæm gekk annar rekstur fyrirtækisins vel. Fyrirtækið hélt áfram framleiðslu á rafmagnsmótorum sem seldust vel víða um heim og ekki síst í Bandaríkjunum þar sem markaðurinn er gríðarstór. Um tíma störfuðu um 1.500 manns hjá Newman eingöngu við að setja saman rafmagnsmótora og rafmagnspumpur.

Fútúrískur safngripur

Newman dráttarvélar eru fáséðar í dag og seljast fyrir hátt verð til safnara enda einstaklega fallegir traktorar og fútúrískir í hönnun í anda vísindaskáldsagna fimmta og sjötta áratugar síðustu aldar. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f