Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áveitugarður á kirkjustaðnum Söndum í Dýrafirði, líklega frá árunum 1882–84. Hann veitti árvatni heim á túnið: „… talin talsverð jarðabót og þykir til nytsemdar vera,“ sagði í vísitazíubók prófasts. Rissið var gert eftir gamalli ljósmynd.
Áveitugarður á kirkjustaðnum Söndum í Dýrafirði, líklega frá árunum 1882–84. Hann veitti árvatni heim á túnið: „… talin talsverð jarðabót og þykir til nytsemdar vera,“ sagði í vísitazíubók prófasts. Rissið var gert eftir gamalli ljósmynd.
Á faglegum nótum 16. apríl 2019

Minjar um áveitur?

Höfundur: Bestu þakkir. Bjarni Guðmundsson Hvanneyri
Allt fram á þriðja áratug síðustu aldar voru áveitur mikilvægur hluti engjaræktar en engjar gáfu lengi vel af sér mestan hluta vetrarfóðurs búfjár hérlendis. Áveitur eru árþúsunda gamall ræktunarmáti. Um þær er getið í elstu lögbókum – frá þjóðveldistíma. 
 
Þær eru sennilega dæmi um elstu og umfangsmestu ræktunar­framkvæmdir Íslendinga. Frægar eru áveiturnar stóru fyrir austan Fjall, sem gerðar voru á fyrri hluta síðustu aldar og mörgu breyttu fyrir sveitir þar. Vitað er um miklar áveitur víðar um land, svo sem í Húnaþingi, Skagafirði og víðar um Norðurland, en fæstar voru þær á Vestfjörðum. Bæði var um að ræða sam-áveitur margra jarða og lutu félagslegu framtaki og stjórn, en líka áveitur á einstökum jörðum og þá minni í sniðum. 
 
Þeim fækkar mjög sem kynntust áveitum af eigin raun. Sömuleiðis eru horfnar margar minjar um áveitur, sem sumar voru þó fyrirferðarmiklar á sínum tíma – áveituframkvæmdir sem kostuðu firna mikinn fjölda dagsverka í uppkomu. Enn munu þó slíkar finnast sem eru sjáanlegar og munnmæli hafa varðveist um.
Mig langar því til þess að leita eftir því hvort þú, ágæti lesandi, getir bent mér á enn vel sýnilegar og glöggar minjar um áveitur á svæði sem þú ert kunnugur á. Ég hef einkum í huga minjar utan þeirra sveita, sem í dag eru þekktastar fyrir áveitur, svo sem Árnesþing, því sem betur fer hefur mörgu um þær verið haldið til haga. Ekki er verra að punktar um sögu minjanna séu þekktir. 
 
Ég er fyrst og fremst að leita eftir góðu og lýsandi myndefni sem tengist áveitum, vegna bókarskrifa – en líka gömlum og nýjum ljósmyndum ef til væru. Ég hef símann 894 6368 og netfangið bjarnig@lbhi.is. 
 
Bestu þakkir.
Bjarni Guðmundsson
Hvanneyri
 

Skylt efni: áveita | minjar

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...