Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælastofnun tekur við eftirliti með skráningum og örmerkingum hrossa
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 16. mars 2017

Matvælastofnun tekur við eftirliti með skráningum og örmerkingum hrossa

Höfundur: Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun
Íslensk löggjöf hefur jafnt og þétt tekið breytingum í þeim tilgangi að tryggja eftirlit með velferð dýra og neytendavernd, en jafnframt að uppfylla skilyrði fyrir aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem og annan útflutning.
 
Við útflutning hrossa og afurða þeirra er gerð krafa um hestapassa sem samkvæmt Evrópugerð þar að lútandi skal gefinn út á folalds­árinu. Í raun er þetta krafa um að gefinn sé út hestapassi fyrir öll ásetningsfolöld hér á landi. Árið 2010 var staðfest af hálfu Evrópusambandsins að skráning hrossa í gagnagrunninn www.worldfengur.com (WF) jafngilti útgáfu á rafrænum hestapassa fyrir hross hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum: Í landinu þarf að vera opinbert kerfi sem tryggir að öll hross eldri en 10 mánaða séu skráð og örmerkt auk þess sem öll lyfjameðhöndlun skal vera skráð og aðgengileg. Það reynir því ekki bara á skráningu og merkingu á þeim einstaklingum sem flutt eru úr landi úr landi eða fara í sláturhús, allt hestahald landsins þarf að lúta þessum kröfum. 
 
 

Matvælastofnun fer með eftirlit með merkingum og skráningum búfjár 

  • Auk eiganda skal skrá umráðamann fyrir hverju hrossi
  • Eigandi er umráðamaður nema annað sé tekið fram 
  • Tilgreina skal sérstaklega umráðamann fyrir hross sem eru í sameign eða í eigu félaga og einnig fyrir hross sem eru í eigu fólks sem býr erlendis og ólögráða barna 
  • Eigandi getur skráð annan aðila tímabundið sem umsjónarmann, sem t.d. hefur hrossið í hagagöngu/vetrarfóðrun eða þjálfun
  • Umráðamaður ber ábyrgð á skráningum hrossa í sinni eigu/umsjá og að þau séu örmerkt
  • Umráðamaður ber ábyrgð á að hestahaldið uppfylli ákvæði reglugerðar um velferð hrossa (910/2014)

Umráðamaður ber ábyrgð á skilum á skýrsluhaldi og haustskýrslu búfjáreftirlits

  • Matvælastofnun ber ábyrgð á að starfræktur sé opinber gagnagrunnur yfir skráningar alls búfjár (hjarðbækur) og einstaklingsmerkingar búfjár
  • WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, er jafnframt opinber hjarðbók hrossa hér á landi   
  • BÚSTOFN er gagnagrunnur Matvælastofnunar sem heldur utan um fjölda alls ásetts búfjár í landinu út frá haustskýrslum. Bústofn sækir upplýsingar í WF   
  • MARK er opinber gagnagrunnur sem heldur utan um allar einstaklingsmerkingar búfjár. MARK sækir upplýsingar í WF 

Matvælastofnun veitir heilbrigðisstarfsmönnum dýra leyfi til örmerkinga hrossa

  • Skulu hafa lokið námskeiði sem viðurkennt er af Matvælastofnun  
  • Örmerkingamenn með gilt leyfi skulu skráðir í WF (MARK) 
  • Aðeins má nota örmerki í hross hér á landi sem eru viðurkennd af Matvælastofnun 
  • Söluaðilar skulu skráðir í WF (MARK). Þeir mega eingöngu selja viðurkennd örmerki og til aðila sem hafa leyfi til örmerkinga hrossa
  • Söluaðilar skulu skrá upplýsingar um einstaklingsnúmer keyptra merkja (örmeringarnúmer) í WF (MARK)

Matvælastofnun hefur eftirlit með skráningu dýralækna  á sjúkdómsgreiningum, læknisaðgerðum og meðhöndlun dýra með lyfseðilsskyldum lyfjum  

  • HEILSA er rafrænt skráningarkerfi og gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um sjúkdómsgreiningar og lyfjameðhöndlun. HEILSA sækir upplýsingar um einstaklingsmerkt hross í WF
  • WF er beintengdur HEILSU og upplýsingar um lyfjanotkun sem eiga erindi í hestapassann flytjast sjálfkrafa í WF auk upplýsinga um mögulegan sláturfrest og keppnisbann vegna útskolunar lyfja 
 
Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst í skráningum og ömerkingum hrossa vantar ennþá nokkuð upp á að gagnagrunnarnir séu réttir. Þannig reyndust um 30.000 fleiri hross skráð á lífi í WF en komu fram á haustskýrslum búfjáreftirlitsins árið 2016. Til að leiðrétta þessa skekkju er nauðsynlegt að efla skýrsluhaldið í WF, m.a. afskrá öll hross sem ekki eru á lífi og tryggja betri skil á lögbundnum haustskýrslum.  
 
Nauðsynlegt er að hafa skilvirkt eftirlit með örmerkingum til að tryggja að öll hross landsins séu skráð og örmerkt. Það er erfiðleikum bundið að meðhöndla hross sem ekki eru örmerkt (ekki hægt að skrá lyfjameðhöndlun í HEILSU) sem felur í sér hættu á að lög um velferð dýra séu virt að vettugi. Ekki er hægt að selja slík hross né setja í sláturhús. Síðast en ekki síst ógnar tilvist óskráðra og óörmerktra hrossa öllum útflutningi á hrossum og afurða þeirra. Tryggja þarf að allar örmerkingar séu rétt skráðar. Því hefur verið gerð krafa um að söluaðilar örmerkja skrái hverjum þeir selja hvaða merki. Aðeins þannig er hægt að rekja örmerkingar sem ekki hafa verið skráðar. Óheimilt er að nota örmerki sem ekki hafa verið viðurkennd af Matvælastofnun. 
 
Matvælastofnun sér nú um  leyfisveitingar til örmerkingamanna og getur innkallað slík leyfi ef skráning á merkingum skilar sér ekki eins og til er ætlast. Leyfi sem Bændasamtök Íslands hafa áður gefið út gilda áfram en þeir sem ljúka námskeiði í örmerkingum frá og með þessu ári þurfa að sækja um leyfi Matvælastofnunar að námskeiði loknu til að geta keypt örmerki og stundað þessa starfsemi.
 
Síðast en ekki síst þarf að tryggja skráningar á allri lyfjanotkun í hross. Skráningin er ábyrgð dýralækna en umráðamönnum ber að fylgjast með því að hún sé framkvæmd.  
 
Þar sem WF er samtengdur gagnagrunnum Matvælastofnunar nægir skráning í WF fyrir alla opinbera upplýsingagjöf af hálfu umráðamanna og örmerkingarmanna. Frá og með hausti komandi geta þeir sem ekki eru með eigin fóðuröflun skilað haustskýrslum með því að uppfæra heimarétt sína í WF.   
 
Sigríður Björnsdóttir,
dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...