Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dráttarvél með slökkvitæki.
Dráttarvél með slökkvitæki.
Á faglegum nótum 30. september 2014

Máttur Facebook

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Margir eru á Facebook til að fylgjast með fjölskyldu og vinum ásamt að vera meðlimir í alls konar hópum sem tengist áhugamáli hvers og eins, besta mál og oft ágætis skemmtiefni.

Nokkrir hópar á Facebook tengjast landbúnaði, en einhver stærsti þeirra sem ég hef séð er hópur sem er með ýmislegt tengt landbúnaði til sölu (Landbúnaður til sölu/ óska eftir), fín síða sem að mestu er að auglýsa gömul tæki og oft úr sér gengin. Einnig hef ég rekist á síður sem eru meira lokaðar og ætlaðar fyrir smærri hópa eins og einn hópur sem mér var boðið í sem eru hjálparmenn við smalamennsku á bóndabýli hjá vinum mínum.  Skemmtileg síða, sett upp af bændahjónum á Suðurlandi með mikið af myndum úr ævintýrum sem tengjast smalamennsku.

Facebook ekki bara vinsæl á Íslandi

Erlendis eru svipaðar síður um ýmis mál sem tengjast landbúnaði og má þar nefna síðu sem birtir aðallega myndir af seinheppnum bændum við störf sín og nefnist Farming Accidents. Bresku bændasamtökin eru svo með síðu á Facebook sem þeir nota til að koma fréttatengdu efni frá samtökunum (NFU Online). Írar eru með síðu, sem nefnist Stop Farm Accidents, þar sem þeir koma á framfæri ýmsum fróðleik.

Persónulega er ég mjög hrifinn af forvarnasíðu Íra sem rekin og fjármögnuð er af Írsku heilbrigðisstofnuninni HSE (http://www.hsa.ie). Í síðasta forvarnapistli, þar sem ég skrifaði um hjálmlausa strákinn með farþegana tvo í kringum réttirnar, rakst ég á þessa síðu á Facebook:  Kids/Teens Killed In Farm Related Accidents.  Ef vilji er fyrir hendi þá er hægt að finna ótal síður sem eru um forvarnir í landbúnaði á Facebook. Einnig er mikið efni sem má finna á veraldarvefnum um forvarnir úti í heimi.

Á þessu eina ári sem ég hef skrifað um forvarnir hefur mér oft dottið í hug hvort ekki væri full þörf fyrir síðu á Facebook þar sem hægt væri að deila reynslusögum sem mættu hugsanlega koma í veg fyrir slys og fjárhagslegt tjón sem tengjast landbúnaði. Með smá vakningu í forvarnamálum má gera kraftaverk, en fyrir nokkru kvartaði ég yfir því að hafa ekki enn séð slökkvitæki áfast við dráttarvél. Stuttu eftir þann pistil fékk ég senda mynd sem gladdi mig mikið. Það á ekki að vera feimnismál að benda á það sem betur má fara, s.s. að nota hjálm á hestbaki og fjórhjóli, klæðast áberandi vestum við smalamennsku, hafa ljósabúnað í lagi á dráttarvélum og fleira. 

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...