Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Markmiðum mjólkursamnings hefur verið náð
Lesendarýni 17. júlí 2015

Markmiðum mjólkursamnings hefur verið náð

Höfundur: Haraldur Benediktsson

Landbúnaðarráðherra bað Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða árangur af markmiðum samnings um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar.

Ég hélt að megintilgangur hennar hafi átt að vera að fara yfir þau markmið er snúa að verðlagningu á mjólk til bænda, til neytenda og mjólkuriðnaðarins. 

Ég sagði reyndar einhvers staðar þegar skýrslan kom út að ég vonaði að hún hafi ekki kostað mikið. Það getur reyndar ekki verið þegar flett er gegnum hana og skoðuð efnistök og ályktanir.

Látum ályktanir liggja á milli hluta – þar ræður viðhorf þeirra sem á penna halda. Rétt eins og sú ályktun sem ég skrifa hér um skýrsluna. Í það minnsta er þetta tæplega það gagn sem vonast var eftir til að byggja framtíðarstefnumótun á.

Mikill árangur

En samt ber að undirstrika að árangur af markmiðum er í hendi.  Afurðaverð hefur hækkað til bænda, mjólkuriðnaður hefur hagrætt og neytendur njóta verulegs ávinnings í hlutfallslega lægra verði. Reyndar er þetta stórkostlegur árangur og furðar mig hve hljótt hefur verið um þennan hluta.

Bæði Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda hafa reynt að vekja á þessu athygli – en ekki fengið verðskuldaðan sess. Ég get ekki annað en furðað mig á að fulltrúar launþegahreyfingarinnar í verðlagsnefnd hafi ekki fagnað þessari meginniðurstöðu. Það er óþarfa hógværð hjá þeim – enda fullyrði ég að þau sem þar sátu náðu góðum árangri fyrir almenning.

Þau ár sem ég átti samstarf við fulltrúa BSRB og ASÍ í verðlagsnefnd, get ég vottað að trúmennska þeirra fyrir hlutverki sínu var sterk, og skýrslan lýsir árangri þeirra. Þetta ber ekki að skilja sem svo að einhver helgislepja hafi verið yfir vinnu nefndarinnar, – en þar var tekist á með rökum og skilningi á aðstæðum.

Aðeins um samanburð og efnistök

Á þessu kalda vori er nú til dæmis áhugavert að reyna að skilja hvernig hægt er með beinum samanburði að bera saman búskaparaðstæður í öðrum löndum. Ég sé t.d. að sumir vinir mínir í bændastétt, í nágrannalöndum okkar, eru þegar búnir með fyrsta slátt. Kýr búnar að vera á beit í allt að 7–8 vikur. Kýr hér á landi voru að komast út í fyrstu viku júnímánaðar. 

Eitt dæmi um ótrúverðugan  samanburð í skýrslunni

„Mjólkin kostaði samtals 15½ milljarð króna á ári frá íslenskum bændum, en innflutt mjólk hefði kostað tæplega 7½ milljarð á bændaverði, með flutningskostnaði hingað til lands.“ Hér virðist hvorki vera borið saman sama vara né sama verð.

Íslensk vara er fersk mjólk sem nota má í hvaða vöru sem er; erlent verð er meðalverð á undanrennu og smjöri sem ekki er hægt að nota til framleiðslu nema lítils hluta mjólkurafurða.

Verð á Íslandi er með öllum styrkjum en verð erlendis er án tillits til styrkja við framleiðslu. Til viðbótar er bændaverð í dag langt undir eðlilegri verðlagningu, − sem gerir þennan samanburð sérstaklega ósvífinn − að ekki sé meira sagt.

Það er krísuástand í evrópskri mjólkurframleiðslu og reyndar um heim allan, í dag. Hundruð búa verða gjaldþrota í hverri viku. Að taka bændaverð í dag og gera ekki neina tilraun til að leiðrétta fyrir ástandi sem nú ríkir er því einfaldlega alvarleg blekking − að ekki sé talað um hvernig að því er síðan staðið og við hvað er miðað.

Megum ekki missa meiri tíma

Við höfum sóað tíma og fjármunum í að bíða eftir þessari skýrslu − tíma sem við hefðum betur varið til að treysta framtíðarhorfur mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þar er því miður ekki burðugt ástand mála og vandséð hvernig á að sækja sambærilegar kjarabætur fyrir bændur − eins og almennt er verið að semja um.

Vissulega er landbúnaðarráðherra að leitast við að opna og auka möguleika landbúnaðarins – það verður að virða þá tilraun hans til að breikka umræðu um landbúnað. Það á hann að gera – en umfjöllun og efnistök skýrslunnar eru hins vegar ekki að takast það.
Skýrslan staðfestir reyndar að bæði bændur og neytendur hafa náð markmiðum sínum á undanförnum árum.

 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...