Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mynd 1: Nautgripir og svín saman í hallandi hálmstíu.
Mynd 1: Nautgripir og svín saman í hallandi hálmstíu.
Á faglegum nótum 11. september 2017

Lífrænn bóndabær – Braun í Þýskalandi

Höfundur: Christina Stadler
Í vor, 2017, sótti höfundur lífræna ráðstefnu í Þýskalandi. Þar var meðal annars skoðaður bóndabær Irene og Josef Braun í Freising. Frá 1988 er þessi bóndabær í lífrænu samtökunum Bioland e.V. sem er með strangari reglur en Evrópusambandið um lífræna vottun (ESB nr. 834/2007).
 
Braun-fjölskyldan hefur aftur og aftur gert verðmæta frumkvöðlavinnu á mörgum sviðum. Josef Braun er þekktur í Þýskalandi fyrir framlag sitt fyrir frjósemi jarðvegs. Hann er alltaf að prófa nýjar og oft óhefðbundnar leiðir, sem hann kynnir í erindum og við móttöku hópa á bæ sínum.
 
Braun er með tvær aðaláherslur á bæ sínum:
  • Mjólkurframleiðsla: 22 mjólkurkýr, 1 kynbótanaut og nautgripi
  • Plöntuframleiðsla: 17 ha graslendi, 38 ha ræktunarlandi (kornrækt, smári)
 
Sáðskipti:
  • Smári (tvíær)
  • Hafrar
  • Vetrarhveiti
  • Smári (einær)
  • Hafrar eða fóðurblanda af korni og ertublómaætt
  • Vetrarrúgur
Frá 1984 hefur Josef ekki notað plóg og frá 1994 hefur hann unnið lágmarks jarðvinnu án þess að losa jarðveg og án þess að stjórna illgresi. 
 
Aðeins efstu 6 cm eru losaðir áður en sáning fer fram. Jarðvegurinn er alltaf með jarðvegsþekju út af millirækt og ertublómaætt. Hlutverk jarðvegsþekju er að verja jarðveginn fyrir þornun, ljósi og rofi og tryggja stöðugt framboð af lífrænum efnum. Með blöndu af plöntum í sáðskipti sem hafa rætur sem fara mis djúpt niður, grunnar- (t.d. hvítsmári), miðdjúpar- (t.d. rauðsmári) og djúpar (t.d. refasmári), er hægt að ná 100% útbreiðslu róta á jarðvegssvæðinu. Með þessu móti ná plöntur að nýta steinefni og snefilefni niður á allt af 4 m dýpi.
 
Josef trúir að dýrin í jarðveginum framleiði allt sem plöntur þurfa. Ánamaðkar eru viðurkennd vísbending um frjósemi jarðvegs og með fjölgun ánamaðka fjölgar öðrum dýrum í jarðvegi í viðeigandi hlutföllum. 
 
Ánamaðkar framleiða ánamaðkaskít sem inniheldur köfnunarefni. Ánamöðkum í jarðvegi á bóndabæ Braun fjölgar stöðugt og er meira en 300 ánamaðkar / m2. Til samanburðar er bara 16 ánamaðkar / m2 á hefðbundnum bóndabæ. 300 ánamaðkar / m2 framleiða 40 t af ánamaðkaskít á ári sem samsvarar 140 kg N / ha. Þar sem jarðvegurinn er fullur af rótum, ánamöðkum fjölgar og ekki er farið um ræktað land með þung tæki er þjöppun lítil og engin þörf á að losa jarðveginn að sögn Josefs.
 
Kúaskítur er geymdur úti undir þaki í 6 vikur. Þar sem skíturinn er of blautur er bætt við lífrænum úrgangi, trjágreinum, möluðu bergi og viðarkolum. Þannig er hægt að ná góðu C:N hlutfalli og réttum raka. Þessi blanda er blönduð tvisvar í viku og loftræst er fjórum sinnum á dag til að ábyrgjast súrefni. 
 
Jarðgerðin tekur 6 vikur þar til rotmassinn er þroskaður. Öll fræ af illgresi og sýklar drepast í jarðgerðinni. Josef horfir ekki á rotmassa sem áburð í hefðbundnum skilningi, heldur sem súrdeig fyrir jarðveg til að efla lífverur „jarðveg-plöntur“ til að lifna aftur.
 
Mjólkurkýr og nautgripir eru í hallandi hálmstíu (Tretmiststall) sem var byggð árið 1988 (mynd 1). Dýrin geta valið um að éta hey í fjósinu eða gras á graslendi. Þau hafa möguleika á að fara út allt árið. Fyrir utan hey og gras fá kýrnar gallað korn í hvert sinn sem mjaltir fara fram. Meðaltal af mjólkurframleiðslu er 6.800 lítrar af mjólk á kú á ári.
 
Kýrnar bera í hjörðinni
 
Að meðaltali hafa liðið 348 dagar á milli burða hjá kúnum síðastliðin 10 ár. Kýrnar bera í hjörðinni og kálfarnir eru u.þ.b. 14 daga hjá móður áður en þeir eru settir í stíu fyrir kálfa. Þeir eru aldir á nýmjólk þar til þeir ná allt að 180 kg. 
 
Þrír til fjórir kálfar eru notaðir til að viðhalda stofninum og ganga undir fósturkú fyrsta árið auk þess að fá hey. Á meðal kúnna eru sex svín (mynd 2). 
 
Mynd 2: Nautgripur og svín leika saman.
 
Þar sem nóg pláss er fyrir hendi, er það enginn vandi. Josef telur að vegna góðs fóðurs aukist mjólkframleiðslan og frjósemi nautgripanna, heilsan batnar og það hefur líka áhrif á bragð mjólkur og notagildi hennar til framleiðslu á osti. 
 
Mjólk er unnin á bænum og mismunandi ostar framleiddir. Markaðssetning er svæðisbundin, framleiðandi-neytandi samfélag „Tagwerk” og að hluta til áskriftar-kassar. Jafnvel kjöt er unnið af slátraranum og kjötvörur seldar beint. Að auki eru á bænum Braun varphænur og kjúklingar (mynd 3).

Mynd 3: Hús fyrir varphænur.
 
Plönturnar ekki þurrkaðar á graslendi
 
Plönturnar eru ekki þurrkaðar á graslendi, vegna þess að næringarrík lauf myndu tapast og stönglar verða afgangs (mynd 4). Eins og margar vísindalegar rannsóknir hafa sýnt, hefur samsetning fóðurs mikil áhrif á gæði mjólkur, og einkum samsetningu mjólkurfitu. Ef kýr éta aðallega hey (í staðinn fyrir hátt hlutfall af kjarnfóðri og maís í hefðbundinni fóðrun), er það heilsueflandi fyrir fólk til að fá nauðsynlegar omega-3fitusýrur.
 
Rafmagn framleitt með viðarkolum og askan nýtt
 
Á bænum er fræ af hnappakornblóm (Centaurea jacea L.), selgresi (Plantago lanceolata L.), villt gulrót (Daucus carota subsp. carota) og garðakornblóm (Cyanus segetum Hill) framleidd. Að auki eru þau með 5 ha skóg. Josef gerir tilraunir með að blanda saman landbúnaði og skógrækt sem kallað er „agroforestry“ (mynd 5). 
 
Mynd 5: Akrar umkringdir trjám.
 
Síðan 2009 er á bæ Braun framleitt rafmagn (30 kW) og hita (66 kW) með viðarkolum sem hann vinnur úr skóginum, það gefur kost á að þurrka hey og korn og nota hita fyrir fjós og íbúðarhús ásamt hitun á vatni fyrir framleiðslu á osti. 
 
Við notkun á viðarkolum safnast aska sem hefur jákvæð áhrif á jarðvegsfrjósemi með því að auka moldarframleiðslu í ræktuðu landi verulegur.
 
Kjarninn: Aðeins í heilbrigðum jarðvegi vaxa heilbrigðar plöntur sem gefur hollt fóður fyrir heilbrigðar kýr sem gefa góða mjólk fyrir góðan ost.
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...