Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fréttir 15. desember 2017
Höfundur: smh
Það er ekki á hverju hausti sem íslenskt byggkorn er selt í stórum skömmtum til íslenskra fóðurframleiðenda enda nota ræktendur það fyrst og fremst fyrir eigin búskap. Nýverið gekk Lífland frá samningi um kaup á um 200 tonnum af íslensku gæðakorni frá svínabændunum í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Bændurnir í Laxárdal hafa undanfarin ár staðið að umfangsmikilli kornræktun í landi Gunnarsholts á Rangárvöllum, auk þess sem þar er fullkomin þurrkstöð fyrir kornið.
Uppskeran er mest til eigin nota sem svínafóður, en umframframleiðslu hafa þeir selt. Uppskera í haust var með besta móti í Gunnarsholti, eða um 3–4,5 tonn af þurru byggkorni af hektaranum og uppskáru feðgarnir í Laxárdal rúm 650 tonn alls.
Jóhannes Baldvin Jónsson, deildarstjóri ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi, segir kornið úr Gunnarsholti hafa verið með góða fyllingu og rúmþyngd sambærilega við það sem best verður á kosið í innfluttu byggkorni. Hann segir vægi hráefna af íslenskum uppruna óvenju hátt um þessar mundir í fóðurgerðinni. „Lífland keypti til viðbótar við byggið nokkra tugi tonna af höfrum og graskögglum af íslenskum ræktendum þetta haustið. Við notum líka talsvert af íslensku fiskimjöli til fóðurgerðar og því má segja að vægi hráefna af íslenskum uppruna sé nú með mesta móti hjá okkur.
Ég hef starfað í þessum fóðurgeira í tæp fimm ár og þetta er það mesta sem ég hef séð af innlendu byggkorni á markaði,“ segir Jóhannes.
Kornsílóið í Laxárdal þegar það var nýrisið árið 2008.
Um 160–200 hektara undir bygg
Björgvin Harðarson, svínabóndi í Laxárdal, segir að þeir hafi byrjað á að kaupa bygg af bændum og Landgræðslunni í kringum aldamótin. „Það gekk ágætlega en bæði var magnið ekki nægilega mikið þannig að það tæki því að fjárfesta í betri móttökubúnaði og svo voru gæði byggsins of breytileg. Við byrjuðum því árið 2007 að rækta sjálf korn í Gunnarsholti og settum bygg í um 30 ha fyrsta árið. Síðan óx ræktun byggsins samfara því að við byggðum stórt síló heima þar sem hægt var að koma fyrir allri uppskerunni, eða 450 tonnum. Mest höfum við skorið upp af um 300 ha. Það var bæði bygg og hveiti. Núna síðustu ár höfum við verið með um 160 til 200 ha í byggi og um 40 ha í nepju. En nepjuna notum við í fóður án þess að kreista olíuna úr og hún er möluð heil þannig að dýrin fá alltaf ferskt malað fóður bæði úr nepjunni og bygginu,“ segir Björgvin.
Setja upp eigin kjötvinnslu
„Í fyrra settum við aftur niður hveiti og uppskárum í haust. Það gekk ágætlega og höldum við því eitthvað áfram. En eftir því sem liðið hefur á ræktunina hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að úða akrana með varnarefnum gegn augnflekk og illgresi. Bæði eykur það uppskeruna og ræktunaröryggið ásamt því að gæði kornsins verður meira. . Einnig hefur þurft að passa vel uppá næringarefnin í jarðveginum. Ekki er hægt að taka hálminn á hverju ári af sama landinu þá minnkar kalí of mikið í jarðveginum og einnig hefur borið á skortseinkennum á steinefnum. Því var byrjað á, samfara úðun á varnarefnum, að setja fljótandi áburð á akrana sem inniheldur þau efni sem nauðsynleg eru en koma ekki með venjulegum áburði. Þetta hefur gefið góða raun, eðlisþyngd byggsins verður betri og samfara því að plönturnar verða mun heilbrigðari og þola haustveðrin betur. Í dag fer 70 til 80 prósent af fóðrinu í svínin, okkar framleiðsla og íslenskt fóður.
Við höfum verið að selja afurðir okkar beint en hingað til hefur það mest verið í hálfum skrokkum. Mest af því er til einstaklinga en einnig á veitingastaði og kjötvinnslu í Reykjavík.
Kjötvinnsla á Selfossi hefur unnið kjöt fyrir okkur, en hún hætti starfsemi í ágúst síðastliðinn. Við ákváðum þá að setja upp okkar eigin vinnslu sem verður opnuð fyrri part næsta árs. Þar verður hægt að fá svínakjöt beint frá býli, alið á íslensku fóðri,“ segir Björgvin Harðarson í Laxárdal.
5 myndir:
Fréttir 3. desember 2024
Nýr skóli byggður
Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...
Fréttir 3. desember 2024
Ávextir beint frá spænskum bónda
Rekstur norðlenska innflutningsfyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...
Fréttir 2. desember 2024
Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...
Fréttir 29. nóvember 2024
Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...
Fréttir 29. nóvember 2024
Rannsókn ungra bænda
Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...
Fréttir 29. nóvember 2024
Haustrúningur í fullum gangi
Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...
Fréttir 29. nóvember 2024
Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...
Fréttir 29. nóvember 2024
Kjúklingar aftur í Grindavík
Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...
3. desember 2024
Viðsjár eru uppi um veröld víða
3. desember 2024
Augnlitir í sauðfé
3. desember 2024
Ávextir beint frá spænskum bónda
3. desember 2024
Sjá metan úr gervihnöttum
2. desember 2024