Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambhagi
Mynd / úr einkasafni
Bóndinn 14. febrúar 2019

Lambhagi

Helgi Jónsson (lést 1993) og Sjöfn Guðmundsdóttir keyptu Lambhaga vorið 1970 og hófu þar búskap með 21 nautgrip og 28 ær við bágborinn húsakost. 

Helgi og Sjöfn eignuðust 6 börn og búa nú tveir synir þeirra í Lambhaga ásamt fjölskyldum sínum og móður og reka þau í sameiningu Lambhagabúið ehf. Í Lambhaga eru þrjú íbúðarhús og gripahús fyrir bústofninn. Núna er verið að byggja 1.700 m2 fjós fyrir tvo mjaltaþjóna og allt sem þeim tilheyrir og er áætlað að taka það í gagnið á komandi sumri. 

Býli:  Lambhagi.

Staðsett í sveit:  Rangárvöllum, mitt á milli Hellu og Hvolsvallar.

Ábúendur: Sjöfn Guðmundsdóttir, Ómar Helgason og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir. Börn: Kolfinna Sjöfn (12), Hafdís Laufey (7), Hrafnkell Frosti (5), Helgi Tómas (3).

Björgvin Reynir Helgason og Dóra Steinsdóttir, börn: Ásberg Ævarr (7), Þorbjörg Helga (5), Steinn Skúli (2), Pétur Freyr (1).

Stærð jarðar?  Um 450 hektarar, þar af um 280 hektarar ræktað land, hluti af því nýttur til beitar. Um 1970 var jörðin nánast öll sandur og ræktað land aðeins um 20 hektarar. 

Ábúendur hafa verið iðnir í landgræslu og er nú nánast öll jörðin uppgrædd. Hafa einnig ræktað um 60 hektara af sandi frá Landgræðslu ríkisins og leigja og nýta nú sem tún.

Gerð bús? Blandað bú með áherslu á mjólkurframleiðslu og nautakjötsframleiðslu.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 450 nautgripir, þar af 95 mjólkurkýr og 75 holdakýr, 100 ær, 25 hænur, 3 hross, 2 „smalahundar“ og nokkrir kettir.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna og gjöfum og öðrum tilfallandi verkefnum sinnt milli mjalta. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll verk sem tengjast vori og sumri skemmtileg, þegar vorlyktin er í lofti þá verður allt svo auðvelt og skemmtilegt. Leiðinlegast er þegar dýr eru veik (sjaldgæft, sem betur fer) og þegar skepnur tolla ekki þar sem þær eiga að vera.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapur verður vonandi ívið meiri. Með aukinni tækni verða störfin auðveldari.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þátttaka í félagsmálum bænda er gefandi og skemmtileg, en því miður oft og tíðum vanþakklát. Starfsumhverfi bænda er háð pólitískum ákvörðunum og því frekar óstöðugt og þarf bændaforystan ásamt stjórnvöldum að vinna að því að gera þetta starfsumhverfi stöðugra. Landbúnaður snýst ekki bara um búskap í sveit því ansi mörg störf á landinu skapast af landbúnaði.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Íslenskur landbúnaður er í stöðugri þróun og ýmis hagræðing mun eiga sér stað, t.d. við fóðuröflun, tækni og bústærð. Hreinleiki íslenskra landbúnaðarafurða mun fleyta okkur áfram.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Að markaðssetja íslenskar landbúnaðarafurðir sem dýrar, hreinar, lúxusvörur. Stærð íslensks landbúnaðar býður ekki upp á mikið magn til útflutnings.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, íslenskt grænmeti og SS pylsur, að sjálfsögðu.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ýmsir réttir úr Lambhaga-nautahakki.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fæddust 6 kálfar á einum sólarhring, allir lifandi, og eins þegar 7 ær voru þrílembdar sama daginn.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...