Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ræktun gúmmítrjáa í stórum stíl hefur leitt til þess að frumskógar með öllum sínum fjölbreytileika hafa verið ruddir. Einhæf ræktun [monocultur] veldur skaða í lífkerfi náttúrunnar og stóreykur hættu á skógareldum.
Ræktun gúmmítrjáa í stórum stíl hefur leitt til þess að frumskógar með öllum sínum fjölbreytileika hafa verið ruddir. Einhæf ræktun [monocultur] veldur skaða í lífkerfi náttúrunnar og stóreykur hættu á skógareldum.
Mynd / Taksaz Lastic Shahriyar
Á faglegum nótum 26. júní 2019

Kínverjar vilja snúa frá einhæfri ræktun í vistvænan landbúnað

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Verið er að marka nýja stefnu í Kína sem byggir á þeirri hugmynd að bændur geti rækt undir formerkjum fjölbreyttrar landnýtingar í stað einhæfrar magnræktunar. Þarna er í raun um að ræða mótun landbúnaðarstefnu á vistvænum forsendum.
 
Hugmyndin er sú að vel stjórnuð og fjölbreytt nýting land­búnaðarlands geti auk ræktunar nytjajurta veitt viðnám gegn flóðum, virkað til vatnshreinsunar og skapað stöðugleika í loftslagi.
 
Í nýlegri málsrannsókn vísindamanna í Stanford, McGill háskólanum og Kínversku vísindaakademíunni [Chinese Academy of Sciences] á landbúnaði undir þessum formerkjum kemur fram að niðurstaðan lofi góðu. Bændur sem tóku tillit til umhverfisþátta, tvöfölduðu tekjur sínar og þurftu ekki að treysta á afkomu úr hverri einstakri uppskeru. Að auki nutu þeir ávinnings af umbótum á sínu landi. Hópurinn sagði að nálgunin gæti hjálpað bændum um allan heim við að vernda bæði umhverfið og lífsviðurværi þeirra.
 
„Einhæfnisræktun [monocultur] í landbúnaði jókst verulega á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag og hefur gefið vel af sér,“ sagði Gretchen Daily, stofnandi og deildarforseti Stanford Natural Capital Project.
 
„Hefðbundin hugsun hefur sagt að einhæfnisræktun og eldi væri eina leiðin ef takast ætti að brauðfæða heiminn.  Í dag hafa menn verið að hugsa þetta upp á nýtt samfara því að milljarðar manna þjást á hverju ári vegna flóða, vatnsmengunar, loftslagsáhættu og annarra alvarlegra áhættuþátta.“ 
 
Gúmmíplantekra.
 
Til bóta fyrir eyjamenningu og dreifbýlið
 
Í vinnu sinni með stjórnvöldum skoðuðu vísindamennirnir hvernig fyrirhuguð nálgun þeirra, sem kallast „Ecological Development Strategy“, gæti virkað í eyjasamfélagi á Hainan eyju og í dreifbýli. Einnig á suðrænum regnskógasvæðum þar sem aukin ræktun gúmmíplantna hefur verið á kostnað náttúrulegra skóga. Hvaða ávinningur gæti verið af fjölbreyttri ræktun varðandi verndun jarðvegs og til að draga úr flóðahættu?  Þrátt fyrir að hagkerfið hafi vaxið vegna einhæfrar ræktunar hefur hún valdið jarðvegsrofi og mengunar á grunnvatni vegna mikillar áburðarnotkunar. Einnig hefur skógurinn horfið og ferðaþjónustan um leið. Tíðni flóða hefur líka aukist vegna þess að tré binda ekki lengur jarðveginn.
 
Vísindamenn skoðuðu landnýtingu og breytingar á jarðvegsþekjunni á Hainan eyju yfir 19 ára tímabil stöðugrar ræktunar á  gúmmíplöntum. Með því að para þessar upplýsingar með könnunargögnum frá heimilum, studdust vísindamennirnir við hugbúnað sem byggir á fjármögnun á forsendum almennings. Var það gert til að reyna að öðlast skilning á  hvernig breytingar á landnýtingu skiluðu sér í náttúrulegum skógum með hliðsjón af efnahagslegri velmegun íbúanna. Samhliða nærri tveggja áratuga gögnum um landnýtingu hjálpaði hugbúnaðurinn vísindamönnunum að skilja hvað hefði getað gerst ef landið hefði aldrei verið nýtt undir gúmmíplönturækt eða ef ræktuninni hefði verið stýrt á annan hátt. 
 
Sérstaklega horfðu vísindamenn á eitt lykilatriði í landsstjórnun. Það er tækni sem kallast „intercropping“ sem felur í sér að rækta aðrar dýrmætar plöntur meðfram meginræktuninni. Niðurstaðan var að gúmmíbændur, sem gerðu þetta, héldu sama framleiðslustigi og þeir annars hefðu náð með einræktun. Að auki uppskáru þeir mun betri jarðveg, minni flóðahættu og betri varðveislu næringarefna í jarðvegi. 
 
Sennilega var mest áberandi að bændur sem unnu samkvæmt þessari nálgun vísindamannanna,  tvöfölduðu tekjur sínar vegna tekna af hliðarræktun við gúmmítrjáaræktunina. Með því að auka fjölbreytni landsins tryggðu bændur sig einnig gegn hættu á að uppskera á einni tegund misfærist eða lækkaði í verði á markaði, sem eru helstu áhættuþættirnir við einhæfa ræktun. 
 
Úr einhæfnisræktun í vistvæna landnýtingu
 
Miðstöð kínverskrar þróunarstefnu Kína [Chinese Ecological Development Strategy] leggur áherslu á markvissar fjárfestingar í náttúrunni. Viðurkenningu á að á stöðum eins og Hainan, geti stefnumótun og stjórnun ákvarðana stutt bæði hagkerfið og umhverfið. Það sé mikilvægt til að ná þeim víðtæku markmiðum sem Kína er að leita að.
 
Rannsóknirnar sýna hvernig svæðin geta nýtt sér náttúruauðlindir til að styðja hagvöxt án þess að fórna heilsu manna, velferð og náttúrugæðum.
 
Áskoranirnar sem Hainan gúmmíplöntunarbændur standa frammi fyrir við að treysta á einhæfa ræktun er að magnast á heimsvísu. Þar er einhliða ræktun á nytjajurtum eins og soja og olíupálma sem og framleiðsla á nautakjöti á sömu forsendum er nú undirstaða meirihluta heimsframleiðslu á matvælum. Hnattræn óvissa um loftslagsmál, vatnsmengun og útdauði tegunda eru afleiðing af því.
 
Höfundar rannsóknarinnar leggja áherslu á að vísindin og framleiðsluhefðir vinni saman til þess að stuðla að breytingum frá einræktarkerfum um heim allan. Þar þurfi einfaldlega að sýna bændum fram á að efnahagslegir hvatar skapist líka af slíkum breytingum.
 
„Með þessu er hægt að ná mikilli framlegð og uppskeru sem tryggja lífsviðurværi bænda samhliða því að ná mikilvægri virkni náttúrulegs vistkerfis,“ sagði Gretchen Daily. 
 

9 myndir:

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...