Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Mynd / smh
Líf og starf 17. mars 2016

Jesper Krabbe gestakokkur Grillsins bar sigur úr býtum

Höfundur: smh
Fjórir bestu gestakokkarnir á matarhátíðinni Food and Fun kepptu til úrslita á laugardaginn síðastliðinn um nafnbótina Food and Fun-kokkur ársins 2016. Jesper Krabbe, gestakokkur á Grillinu, bar sigur úr býtum.
 
Jesper Krabbe starfar á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Síðastliðin tvö ár hefur hann komið með Paul Chunningham, sem er yfirmatreiðslumaður á Henne Kirkeby Kro, og aðstoðað hann sem gestakokkur á Grillinu. Að þessu sinni kom Jesper Krabbe með sinn matseðil og áhrif sem þykir falla vel að matreiðslu Grillsins. Hún einkennist af létt- og einfaldleika, þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks hráefni úr nærumhverfinu.
 
Matseðillinn samanstóð af humar, sandhverfu, lambi og handgerðu Omnom-súkkulaði.
Matarhátíðin stóð yfir frá 2.–6. mars, á mörgum af bestu veitingastöðum borgarinnar, en nítján staðir tóku þátt að þessu sinni. 
 
Um 300 gestakokkar komið á Food and Fun
 
Þetta er 15. árið sem hátíðin er haldin, en upphaf hennar má rekja til þess að þeir félagar Sigurður L. Hall og Baldvin Jónsson vildu gæða veitingahúsaflóruna í borginni lífi á þeim árstíma þegar hvað daufast var yfir henni.
 
Baldvin segir að þegar hann horfi til baka standi það upp úr hvernig allt yfirbragð hátíðarinnar hafi breyst. Fyrsta árið áttu þeir í hálfgerðum vandræðum með að fá átta góða staði til að taka þátt, en núna leika þeir sér að því að fá 19 þátttakendur. Hann segir að það sé orðið mjög eftirsótt að koma og fá að taka þátt og honum reiknast til að um 300 gestakokkar hafi komið á þessum tíma. Færri komist að en vilja.
 
Hann segir það líka ánægjuefni að hann verði sífellt var við aukinn áhuga Íslendinga að fara út að borða á þessum tíma. Fólk skipuleggi það gjarnan með góðum fyrirvara í dagbókum sínum hvar og hvenær það ætli að fara út að borða og fórni jafnvel utanlandsferðum. 

9 myndir:

Skylt efni: food and fun | Grillið

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...