Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Mynd / smh
Líf og starf 17. mars 2016

Jesper Krabbe gestakokkur Grillsins bar sigur úr býtum

Höfundur: smh
Fjórir bestu gestakokkarnir á matarhátíðinni Food and Fun kepptu til úrslita á laugardaginn síðastliðinn um nafnbótina Food and Fun-kokkur ársins 2016. Jesper Krabbe, gestakokkur á Grillinu, bar sigur úr býtum.
 
Jesper Krabbe starfar á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Síðastliðin tvö ár hefur hann komið með Paul Chunningham, sem er yfirmatreiðslumaður á Henne Kirkeby Kro, og aðstoðað hann sem gestakokkur á Grillinu. Að þessu sinni kom Jesper Krabbe með sinn matseðil og áhrif sem þykir falla vel að matreiðslu Grillsins. Hún einkennist af létt- og einfaldleika, þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks hráefni úr nærumhverfinu.
 
Matseðillinn samanstóð af humar, sandhverfu, lambi og handgerðu Omnom-súkkulaði.
Matarhátíðin stóð yfir frá 2.–6. mars, á mörgum af bestu veitingastöðum borgarinnar, en nítján staðir tóku þátt að þessu sinni. 
 
Um 300 gestakokkar komið á Food and Fun
 
Þetta er 15. árið sem hátíðin er haldin, en upphaf hennar má rekja til þess að þeir félagar Sigurður L. Hall og Baldvin Jónsson vildu gæða veitingahúsaflóruna í borginni lífi á þeim árstíma þegar hvað daufast var yfir henni.
 
Baldvin segir að þegar hann horfi til baka standi það upp úr hvernig allt yfirbragð hátíðarinnar hafi breyst. Fyrsta árið áttu þeir í hálfgerðum vandræðum með að fá átta góða staði til að taka þátt, en núna leika þeir sér að því að fá 19 þátttakendur. Hann segir að það sé orðið mjög eftirsótt að koma og fá að taka þátt og honum reiknast til að um 300 gestakokkar hafi komið á þessum tíma. Færri komist að en vilja.
 
Hann segir það líka ánægjuefni að hann verði sífellt var við aukinn áhuga Íslendinga að fara út að borða á þessum tíma. Fólk skipuleggi það gjarnan með góðum fyrirvara í dagbókum sínum hvar og hvenær það ætli að fara út að borða og fórni jafnvel utanlandsferðum. 

9 myndir:

Skylt efni: food and fun | Grillið

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f