Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Rúnar Pierre Herivaux, Lava Bláa Lóninu, Atli Þór Erlendsson, Grillinu, Natascha Elisabet Fischer, Kopar og dómarinn Jóhannes Steinn Jóhannesson, Slippbarnum.
Mynd / Sveinbjörn Úlfarsson
Fréttir 9. júní 2015

Ísland nær í silfurverðlaun í „Nordic Chef Junior“-keppninni

Síðastliðna helgi kepptu þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku. Í flokki ungkokka, „Nordic Chef Junior“, vann Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu til silfurverðlauna en Håkon Solbakk frá Noregi sigraði í keppninni.
 
Aðrir íslensku keppendanna komust ekki í verðlaunasæti en stóðu sig gríðarlega vel í harðri keppni.
Rúnar Pierre er 21 árs gamall og matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or-keppninni 2015.
 
„Ég er ánægður með frammistöðuna og hvernig ég framkvæmdi allt eftir plani og hafði skipulagt á æfingum síðustu mánuði en hefði auðvitað viljað ná toppsætinu, tek það bara næst,“ segir Rúnar glaður í bragði. 
 
Í „Nordic Chef“, þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppti, sigraði sænski keppandinn. Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ þar sem hann sigraði í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn  í kokkalandsliðið. Natascha Elisabet Fischer, frá veitingastaðnum Kopar, keppti í framreiðslu í „Nordic Waiter“-keppninni en þar sigraði danski keppandinn.

3 myndir:

Skylt efni: kokkakeppni

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...