Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Gunar Bender að spjalla við Harald Gunnarsson við veiðar í Höfuðhylnum í Elliðaánum.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 17. maí 2019

Við erum búnir að fá þrjá fiska

Höfundur: Gunnar Bender
„Við erum búnir að fá 3 urriða, hann tekur  mjög grannt,“ sagði Haraldur Gunnarsson er við hittum hann við Höfuðhylinn i Elliðaánum fyrir skömmu, þar sem hann var að veiða ásamt félaga sínum.  
 
Vorveiði hefur staðið yfir í ánni og gengið ágætlega, urriðinn hefur verið að gefa sig á fluguna. Það er ágætt að ganga aðeins á urriðann og veiða, hann er grimmur í seiðunum í Elliðaánum. Svo styttist í að laxveiðin byrji þar sem borgarstjórinn og fleiri opna ána 20. júní.
 
„Þetta er flott æfing fyrir sumarið,“ sagði Haraldur enn fremur og var að hætta veiðum þennan daginn. 
 
„Það virðist vera töluvert af urriða hérna en hann er tregur að taka enda aðeins kólnað,“ sagði veiðimaðurinn og dregur inn fluguna. Veiðifélaginn er hættur þennan daginn.
 
Í Elliðavatni eru nokkrir að berja vatnið en fiskurinn  ekki tökuglaður. Samt hefur verið fín veiði núna í nokkra daga, en það hefur aðeins kólnað og það hefur sitt að segja. Urriðinn verður tregari en útiveran er verulega góð.
 

Skylt efni: Elliðaár | stangveiði

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin
Fréttaskýring 29. september 2023

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin

Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra ...

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...