Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Ómar Smári Óttarsson með flottan sjóbirting úr Tungulæknum.
Í deiglunni 17. október 2017

Þetta verður árleg ferð hjá okkur

Höfundur: Gunnar Bender
Sjóbirtingsveiðin  er flott þessa dagana og veiðimenn eru að fá fína veiði. Fiskurinn er vænn og það virðist vera mikið af honum víða. Ómar Smári Óttarsson var að koma úr veiði við Kirkjubæjarklaustur. Gefum honum orðið.
 
„Við fórum nokkrir félagar í Tungulæk og gekk nú bara frekar vel, náðum að landa í kringum 50 fiskum og misstum eitthvað svipað. En maður þurfti nú heldur betur að vinna fyrir því samt. Við vorum að kasta á Breiðuna fullt af fiski, örugglega í kringum þúsund fiska, en þeir voru bara ekki í miklu tökustuði.  Þeir voru þó að sýna sig mikið á svæðinu. 
 
Þær flugur sem virkuðu á þá voru þurrflugur, „hitce“ og litlir „stremerar“ eins og „sunrey, black ghost“ og „Flæðarmúsin“.  Þá vorum við að vinna með þunga „stremera“ og sökkutaum. 
 
Það komu fjórir risar á land, stærsti 88 sentímetrar og 52 sm í ummál.  Svo komu tveir 83 cm alveg nákvæmlega jafn stórir, en mjög ólíkir á litinn. Síðan kom einn silfraður og flottur í kringum 80 og eitthvað cm. Meðalstærðin var býsna góð, í kringum 60–70 cm og feitir og sterkir.
 
Eins og ég sagði, þá var þetta ekki gefin veiði. Við þurftum að vinna vel fyrir þessu og myndi ég segja að við hefðum verið grjótharðir, því það var hræðilegt veður. Engu að síður  var þetta rosalega skemmtileg ferð og ætlum við að hafa þetta árlegt,“ sagði Ómar enn fremur.

Skylt efni: Tungulækur | sjóbirtingur

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...