Smálaxinn hefur klikkað!
Höfundur: Gunnar Bender
,,Sumarið er ekki búið en smálaxinn er að klikka og það er heila málið, hann getur reyndar aðeins komið ennþá“, sagði veiðimaður sem var staddur við ós laxveiðiár og var að skoða stöðuna. Hann var að bíða eftir smálaxinum eins og fleiri. En hann virðist ætla að klikka þetta sumarið eins og hann gerði reyndar í fyrra líka.
En margar laxveiðiár hafa staðið sig vel, Langá á Mýrum, Grímsá, Þverá, Miðfjarðará, Laxá á Ásum og Ytri- Rangá svo einhverjar séu tíndar til en heilt yfir er þetta minni veiði en fyrir ári síðan.
En það er hellingur eftir af sumrinu, fiskurinn getur komið og tekið agn veiðimanna. Næsti straumur skiptir öllu eða þar næsti.