Nýr veruleiki á nautakjötsmarkaði?
Í deiglunni 16. mars 2023

Nýr veruleiki á nautakjötsmarkaði?

Höfundur: SFB

Afar áhugaverð staða er komin upp á nautakjötsmarkaðinum á Íslandi þar sem hækkandi verð á erlendu nautakjöti er ekki að draga úr vilja innflytjenda til að kaupa meira.

Almennt er viðskiptum á innfluttu nautakjöti hagað eins og um sé að ræða hefðbundna munaðarvöru. Það sem einkennir helst viðskipti með munaðarvöru umfram nauðsynjavöru er að þau bregðast frekar við verðbreytingum. Til dæmis kaupir fólk um það bil jafn mikið magn af klósettpappír og eldsneyti, sama hvernig verðið á þeim þróast, en ef verðið á bíómiðum hækkar er líklegra að fólk horfi frekar á myndir heima hjá sér. Tengist það því að annað er nauðsynjavara en hitt er munaðarvara. Undanfarin ár hefur sem sagt verið neikvætt samband á milli verðlags og magns á innfluttu nautakjöti en í fyrra færðist bæði hins vegar í sömu átt, magn jókst á sama tíma og verð hækkaði. Bendir þetta til þess að verið sé að kaupa nautakjöt á öðrum forsendum nú en áður.

Hækkandi verð á erlendu nautakjöti er að draga úr kaupvilja innflytjenda.

Íslenskir bændur í nautakjötsframleiðslu benda á að þetta sé merki um hvernig hvatakerfi hafi verið beitt til þess að draga úr nautakjötsframleiðslu á landinu og að nú sé gat á markaðnum sem þurfi að fylla. Íslensk nautakjötsframleiðsla var minni árið 2022 en árið á undan og fækkun hefur verið á nautkálfum í eldi undanfarin tvö ár og því gæti framleiðsla minnkað enn frekar. Á sama tíma jókst stærð tollkvóta á nautakjöti meira en fjórfalt.

Hvatinn til að flytja inn hefur sjaldan eða aldrei verið meiri og til að ýta enn frekar undir innflutning jókst straumur ferðamanna mikið á milli ára. Nú neyðast og heild- og endursöluaðilar til að auka innflutning meira en þau hefðu eflaust kosið á þessu verðlagi til þess að mæta eftirspurn. 

Forvitnilegt verður að sjá hvernig þróun á nautakjötsmörkuðum verður á þessu ári og því næsta. Afurðastöðvar brugðust sumar hverjar við nautakjötsskorti í byrjun árs með því að bjóða bændum hærra afurðaverð og slá af kröfum um stærð gripa. Nautakjötsmarkaðurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár og mögulegt er að nú sé nýr veruleiki genginn í garð fyrir íslenska nautakjötsbændur.

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...