Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Mynd / smh
Í deiglunni 12. desember 2023

Fuglaflensa breiðist út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skæð fuglaflensa er nú útbreidd í villtum fuglum um allt land en ekki eru vísbendingar um fjöldadauða.

Í umfjöllun á vef Matvælastofnunar kemur fram að sú tegund fuglaflensunnar sem talin er vera útbreidd sé H5N5. Nýleg tilfelli af henni voru staðfest í dauðum hrafni rétt hjá húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi og í ritu á Hallormsstað. Áður hafi þetta afbrigði greinst í erni á Breiðafirði og æðarfugli í Ólafsfirði. Sterkar vísbendingar séu um að þessi gerð hafi borist með villtum fuglum til landsins síðsumars.

Ekki hafi borist tilkynningar um fjöldadauða í villtum fuglum nú í haust sem bendi til að áhrif þessa afbrigðis á villtu fuglastofnana séu ekki mjög alvarleg. Annað afbrigði fuglaflensunnar sem algengust var hér á landi á síðasta ári í villtum fuglum virðist núna ekki vera mjög útbreidd. Matvælastofnun hvetur almenning áfram til að tilkynna fund á veikum og dauðum fuglum til stofnunarinnar, helst með gps-hnitum fundarstaðarins.

Þá eru enn í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi og eru þær aðgengilegar í gegnum vef Matvælastofnunar.

Vindurinn fái farveg
Fréttaskýring 23. janúar 2026

Vindurinn fái farveg

Enn ríkir óvissa um hlut vindorku í orkuframboði vegna lagaumhverfis og kærumála...

Óvissa og áskoranir í þróun orkumála
Fréttaskýring 19. desember 2025

Óvissa og áskoranir í þróun orkumála

Samkvæmt nýútgefinni Orkuspá fyrir Ísland eru umtalsverðar áskoranir og mikil óv...

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...